42. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 21. febrúar 2024 kl. 11:00


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 11:00
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 11:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 11:00
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 11:00
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 11:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 11:00
Jón Gunnarsson (JónG) fyrir Diljá Mist Einarsdóttur (DME), kl. 11:00
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 11:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 11:00

Jón Gunnarsson vék af fundi kl. 11:15.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) 675. mál - tímabundinn rekstrarstuðningur vegna náttúruhamfara i Grindavíkurbæ Kl. 11:00
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Undir nefndarálit með breytingartillögu rita: Teitur Björn Einarsson, Ágúst Bjarni Garðarsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Jón Gunnarsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Oddný G. Harðardóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir.

Nefndin lagði fram eftirfarandi bókun: Með vorinu stefnir nefndin á að fara yfir þau mál vegna Grindavíkur sem samþykkt hafa verið af nefndinni í því skyni að huga að framlengingu á gildistíma úrræðanna. Janframt mun hún kanna áhrif þeirra og afla upplýsinga frá ráðuneytinu.

2) 704. mál - kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík Kl. 11:15
Nefndin ræddi málið.

3) Önnur mál Kl. 12:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:20