4. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 12. október 2011 kl. 11:10


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 11:10
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 11:10
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 11:10
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 11:10
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 11:10
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 11:10
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 11:10
Skúli Helgason (SkH), kl. 11:10
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 11:10
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 11:10

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 9. mál - vextir og verðtrygging Kl. 11:10
Formaður spurði nefndarmenn hvort einhver úr þeirra hópi væri reiðubúinn til að gerast framsögumaður málsins.

Samþykkt var að Lilja Rafney yrði framsögumaður.

2) 14. mál - formleg innleiðing fjármálareglu Kl. 11:10
Formaður spurði nefndarmenn hvort einhver úr þeirra hópi væri reiðubúinn til að gerast framsögumaður málsins.

Samþykkt var að formaður yrði framsögumaður.

3) Önnur mál. Kl. 11:20
Formaður gerði nefndinni grein fyrri efni næsta fundar.

Rætt var um verklag nefndarinnar í ljósi nýlegra breytinga á þingsköpum og starfi nefnda.

Guðlaugur Þór kom fram með tvær fundarbeiðnir. Annars vegar óskaði hann eftir því að nefndinni yrði send skýrsla um hæfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins og að efnahags- og viðskiptaráðherra yrði kallaður á fund nefndarinnar í kjölafið og hins vegar að nefndin ræddi málefni Byrs og Spkef í framhaldi af minnisblaði fjármálaráðuneytisins sem sent var nefndinni í gær.

Margrét Tryggvadóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

Fundi slitið kl. 11:25