6. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 19. október 2011 kl. 10:02


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 10:02
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 10:02
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:02
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:02
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 10:02
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 10:02
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:02
Skúli Helgason (SkH), kl. 10:02
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 10:02
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 10:02

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Starfsreglur fastanefnda og meðferð EES-mála. Kl. 10:02
Á fundinn kom Sigrún Brynja Einarsdóttir forstöðumaður nefndasviðs Alþingis og kynnti starfsreglur fyrir fastanefndir þingsins sem gefnar voru út til bráðabirgða 4. október 2011. Að lokinni kynningu lýstu nefndarmenn sjónarmiðum sínum og spurðu gestinn spurninga.

Lilja Mósesdóttir lagði fram á fundinum svohjóðandi bókun sem hún afhenti ritara skriflega á fundinum: "Mótmæli að aðeins varaformönnum sé sérstaklega greitt fyrir aukið vinnuálag vegna nýs framsögumannakerfis en ekki öðrum nefndarmönnum."

Fyrir upphaf umræðunnar var umræddum starfsreglum dreift ásamt yfirliti yfir helstu breytingar í framhaldi af samþykkt laga nr. 84/2011.

Á fundinum var einnig dreift reglum um þinglega meðferð EES-mála og verklagsreglur skristofu Alþingis um framkvæmd reglna um þinglega meðferð EES-mála sem Þröstur Freyr Gylfason gerði örstutta grein fyrir í lok umfjöllunar þessa dagskrárliðar.

2) 104. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 11:00
Á fundinn komu Auður Ýr Steinarsdóttir og Þóra M. Hjaltested frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, Ása Ólafsdóttir frá Háskóla Íslands, Feldís L. Óskarsdóttir frá slitastjórn Kaupþings, Guðrún Hómgeirsdóttir frá slitastjórn Glitnis og Herdís Hallmarsdóttir og Kristinn Bjarnason frá slitastjórn Landsbankans.

Í upphafi umfjöllunar kynntu fulltrúar efnahags- og viðskiptaráðuneytisins frumvarpið en að því búnu lýstu aðrir gestir viðhorfum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Formaður tók fram í lok umfjöllunar að ef nefndarmenn hefðu ekki við það athugasemdir myndi hann kanna möguleika á aukafundi til þess að afgreiða málið út úr nefndinni. Engar athugasemdir voru gerðar.

3) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 11:25
Drögum af fundargerðum síðustu fimm funda var dreift. Voru drögin samþykkt með nokkrum athugasemdum, einkum hvað varðar skráningu á forföllum nefndarmanna og ástæðum þeirra.

4) 14. mál - formleg innleiðing fjármálareglu Kl. 11:30
Tryggvi Þór sem er flutningsmaður málsins kynnti málið og svaraði að því búnu spurningum nefndarmanna.

Formaður, Helgi Hjörvar, sem jafnframt er framsögumaður málsins lagði til að málið yrði sent til umsagnar. Samþykkt.

5) 9. mál - vextir og verðtrygging Kl. 11:45
Guðlaugur Þór sem er flutningsmaður málsins kynnti málið og svaraði að því búnu spurningum nefndarmanna.

Formaður lagði til að málið yrði sent til umsagnar án athugasemda frá framsögumanni málsins Lilju Rafney. Samþykkt.

6) 104. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 11:55
Ákveðið var að senda málið ekki til umsagnar, sbr. umfjöllun fyrr á fundinum.

7) 5. mál - stöðugleiki í efnahagsmálum Kl. 11:56
Formaður lagði til að þessum dagskrárlið yrði frestað til næsta fundar. Samþykkt.

8) 14. mál - formleg innleiðing fjármálareglu Kl. 11:57
Ákveðið var að senda málið til umsagnar, sbr. umfjöllun fyrr á fundinum.

9) 9. mál - vextir og verðtrygging Kl. 11:58
Ákveðið var að senda málið til umsagnar, sbr. umfjöllun fyrr á fundinum.

10) Önnur mál. Kl. 11:58
Tryggvi Þór vakti athygli nefndarinnar á máli nr. 12 (úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði) sem er til umfjöllunar í allsherjarnefnd og að hann óskaði eftir því að málið gengi til umsagnar efnahags- og viðskiptanefndar.

Þá samþykkti nefndin að óska eftir framlengdum umsagnarfresti í máli sem sent var nefndinni frá utanríkismálanefnd varðandi efnislega aðlögun á evróputilskipun sem varðar breytingu á tveimur evróputilskipunum, annars vegar 2006/48/EB og hins vegar 2006/49/EB, og sem fyrirhugað er að fella inn í EES samninginn. Efni málsins varðar endurskoðun á starfskjarastefnu fjármálafyrirtækja og eiginfjárkröfur fyrir veltubók og endurverðbréfun, sbr. minnisblað efnahags- og viðskiptaráðuneytisins frá 6. sept. 2011.

Loks var á fundinum dreift álitsgerð Andra Árnasonar Hrl. frá 2. nóvember 2010 og varðar hæfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Álitsgerðin var afhent í samræmi við framkomna beiðni Guðlaugs Þórs.

Margrét Tryggvadóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

Fundi slitið kl. 12:00