7. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 19. október 2011 kl. 16:05


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 16:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 16:05
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 16:05
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 16:05
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 16:05
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 16:05
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 16:05

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 104. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 16:05
Á fundinum var dreift drögum að nefndaráliti ásamt breytingartillögu sem nefndarmenn ræddu.

Formaður lagði til að lokinni umræðu að málið yrði tekið til afgreiðslu.
- Engin nefndarmanna gerði athugasemd við afgreiðslu málsins.
- Meiri hluti nefndarmanna greiddi atkvæði með álitinu: HHj, ÞrB, LRM, MSch, BJJ, LMós.
- TÞH stendur ekki að áliti meiri hlutans.
- MT sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi og styður álit meiri hlutans.

Birkir Jón upplýsti formann um atkvæði sitt símleiðis á fundinum, sbr. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis sem gefnar voru út til bráðabirgða 4. október 2011.

2) Önnur mál. Kl. 16:12
Lilja Mósesdóttir óskaði á fundinum eftir umræðu í nefndinni á reglum evrópusambandsins sem varða eftirlit með fjármálastarfsemi og fyrirhugað er að fella inn í EES samninginn.

Fundurinn er aukafundur haldinn í færeyska herbergi Skála.
Skúli Helgason var fjarverandi á fundinum vegna annarra þingstarfa.
Guðlaugur Þór var fjarverandi á fundinum.
Birkir Jón var fjarverandi á fundinum, sbr. það sem fyrr segir.
Margrét Tryggvadóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

Fundi slitið kl. 16:13