8. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 1. nóvember 2011 kl. 13:00


Mættir:

Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 13:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 13:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 13:00
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 13:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 13:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 13:00
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 13:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Ákvörðun um opinn fund. Kl. 13:00
Nefndin samþykkti beiðni Birkis Jóns Jónssonar frá 23. október sl. um að halda opinn fund í nefndinni um dóm Hæstaréttar nr. 282/2011.

Rædd var tillaga 1. varaformanns um fyrirkomulag fundarins.

2) 5. mál - stöðugleiki í efnahagsmálum Kl. 13:20
1. varaformaður spurði nefndarmenn hvort einhver úr þeirra hópi væri reiðubúinn til að gerast framsögumaður málsins. Engar tilnefningar komu fram.

1. varaformaður lagði til að málinu yrði vísað til umsagnar. Samþykkt.

3) 34. mál - reglur um skilaskyldu á ferskum matvörum Kl. 13:20
1. varaformaður spurði nefndarmenn hvort einhver úr þeirra hópi væri reiðubúinn til að gerast framsögumaður málsins. Engar tilnefningar komu fram.

1. varaformaður lagði til að málinu yrði vísað til umsagnar. Samþykkt.

4) 16. mál - leiðréttingar á höfuðstól íbúðalána og minna vægi verðtryggingar Kl. 13:20
1. varaformaður spurði nefndarmenn hvort einhver úr þeirra hópi væri reiðubúinn til að gerast framsögumaður málsins. Engar tilnefningar komu fram.

1. varaformaður lagði til að málinu yrði vísað til umsagnar. Samþykkt.

5) 41. mál - tekjuskattur Kl. 13:20
1. varaformaður spurði nefndarmenn hvort einhver úr þeirra hópi væri reiðubúinn til að gerast framsögumaður málsins. Engar tilnefningar komu fram.

1. varaformaður lagði til að málinu yrði vísað til umsagnar. Samþykkt.

6) 44. mál - stimpilgjald Kl. 13:20
1. varaformaður spurði nefndarmenn hvort einhver úr þeirra hópi væri reiðubúinn til að gerast framsögumaður málsins. Engar tilnefningar komu fram.

1. varaformaður lagði til að málinu yrði vísað til umsagnar. Samþykkt.

7) Önnur mál. Kl. 13:20
Nefndarmenn ræddu almennt um hvernig standa ætti að tilnefningu framsögumanna þingmála.

Lilja Mósesdóttir óskaði eftir upplýsingum um hvað liði vinnu úttektarnefndar Landssamtaka lífeyrissjóðanna sem skipuð var 24. júní 2010 og falið var að gera úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins á Íslandi í október 2008.

Fundurinn er aukafundur og haldinn í færeyska herbergi Skála.
1. varaformaður stýrði fundinum í fjarveru formanns.
Formaður var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis
Tryggvi Þór og Guðlaugur Þór voru fjarverandi á fundinum.
Margrét Tryggvadóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

Fundi slitið kl. 13:23