11. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 7. nóvember 2011 kl. 09:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:00
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:00
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 09:00
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja. Kl. 09:00
Á fundinn komu Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, Páll Gunnar Pálsson, Benedikt Árnason og Sonja Bjarnadóttir frá Samkeppniseftirlitinu. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna varðandi ofangreint efni sem og fjárlagaerindi stofnunarinnar vegna árisins 2012.

Á fundinum var dreift eftirtöldum gögnum:
- Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja og samkeppni Fjárheimildir SE, frá nóvember 2011 (glærur).
- Fjárlagaerindi Samkeppniseftirlitsins vegna ársins 2012, frá mars 2011.
- Eru bankarnir að drepa samkeppni?, Hvernig á að koma í veg fyrir það? pistill nr. 2/2011.
- Bankar og endurskipulagning Stefnumörkun, umræðuskjal 2/2009.
- Samkeppni á bankamarkaði, rit nr. 1/2011 (umræðuskjal), frá apríl.
- Samkeppni eftir hrun, rit nr. 2/2011 (skýrsla), frá júní.

2) 14. mál - formleg innleiðing fjármálareglu Kl. 10:00
Á fundinn komu Gunnar Gunnarsson frá Seðlabanka Íslands, Gylfi Zoega frá Háskóla Íslands og Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 9. mál - vextir og verðtrygging Kl. 10:45
Á fundinn komu Marinó G. Njálsson ráðgjafi, Guðmundur Andri Skúlason frá Samtökum lánþega ásamt Arnari Kristinssyni og Aðalsteini Sigurðssyni laganemum við Háskólann í Reykjavík, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir og Guðmundur Ásgeirsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna, Ásta S. Helgadóttir, Þröstur Sveinbjörnsson og Hannes Ingi Guðmundsson frá Umboðsmanni skuldara, Björn Þorri Viktorsson hrl., Ása Ólafsdóttir frá Háskóla Íslands og Gunnlaugur Kristinsson frá G.k endurskoðun. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 12. mál - úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði Kl. 11:30
Á fundinn komu Arndís Kristjánsdóttir og Hildur J. Júlíusdóttir frá Fjármálaeftirlitinu. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Málinu var vísað til umsagnar efnahags- og viðskiptanefndar frá allsherjar- og menntamálanefnd.

5) EES-aðlögun (eftirlit með launakjarastefnu fjármálafyrirtækja). Kl. 12:15
Á fundinn komu Kjartan Gunnarsson frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneytinu og Pálmar Pétursson og Arnar Þór Sæþórsson frá Fjármálaeftirlitinu.

Rædd var evróputilskipun sem varðar breytingu á tveimur tilskipunum, annars vegar 2006/49/EB og hins vegar 2006/49/EB, sem fyrirhugað er að fella inn í EES-samninginn.

Formaður óskaði eftir minnisblaði frá fulltrúum FME um áhrif umræddra breytinga á innlenda löggjöf.

Málinu var vísað til umsagnar efnahags- og viðskiptanefndar frá utanríkismálanefnd sem fjallar um málið á grundvelli reglna um þinglega meðferð EES-mála.

6) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 12:05
Drögum af fundargerðum síðustu fimm funda, þ.e. 6. til 10. fundar, var dreift. Voru drögin samþykkt.

7) 195. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 12:10
Formaður lagði til að málið yrði sent til umsagnar með viku umsagnarfresti. Samþykkt.

8) 193. mál - fjársýsluskattur Kl. 12:10
Formaður lagði til að málið yrði sent til umsagnar með 10 daga umsagnarfresti. Samþykkt.

9) 203. mál - varnarmálalög og lög um tekjustofna sveitarfélaga Kl. 12:10
Formaður lagði til að málið yrði sent til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Samþykkt.

10) 35. mál - úttekt á álitsgerðum matsfyrirtækja um lánshæfi íslenskra aðila Kl. 12:10
Formaður lagði til að málið yrði sent til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Samþykkt.

11) 119. mál - upptaka Tobin-skatts Kl. 12:10
Formaður lagði til að málið yrði sent til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Samþykkt.

12) 94. mál - samanburðarrannsókn á túlkun reglna EES-samningsins Kl. 12:10
Formaður lagði til að málið yrði sent til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Samþykkt.

13) 62. mál - tekjuskattur Kl. 12:10
Formaður lagði til að málið yrði sent til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Samþykkt.

14) 107. mál - skattaívilnanir í þágu tilgreindra félagasamtaka Kl. 12:10
Formaður lagði til að málið yrði sent til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Samþykkt.

15) 32. mál - virðisaukaskattur Kl. 12:10
Formaður lagði til að málið yrði sent til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Samþykkt.

16) Önnur mál. Kl. 12:05
Lilja Mósesdóttir lagði fram á fundinum svohljóðandi bókun sem hún afhenti ritara skriflega á fundinum: "Óska eftir að formaður efnahags- og viðskiptanefndar beiti sér fyrir því að forseti þingsins láti nefndarmenn vita þegar dagskrá þingfunda er breytt, þannig að mál nefndarinnar verði tekin fyrir á öðrum tíma."

Lilja Mósesdóttir ítrekaði einnig fundarbeiðni sína varðandi yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins um tilflutning á skattbyrði lágtekjufólks.

Skúli Helgason boðaði forföll þar sem hann er staddur erlendis.
Lilja Rafney boðaði forföll.
Margrét Tryggvadóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

Fundi slitið kl. 12:35