13. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 14. nóvember 2011 kl. 10:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 10:00
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 10:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 10:00
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 10:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar Kl. 10:00
Drögum af fundargerð síðasta fundar sem var nr. 12 var dreift í upphafi fundar en í lok fundar var ákveðið að bíða með afgreiðslu hennar þar til á næsta fundi.

2) Áætlaður rekstrarkostnaður FME 2012 Kl. 10:01
Á fundinn komu Gunnar Andersen, Ingibjörg Stefánsdóttir, Linda Kolbrún Björgvinsdóttir, Hjálmur Nordal, Brynjar Harðarson, Tómas Brynjólfsson og Gísli Kjartansson frá Fjármálaeftirlitinu og Kjartan Gunnarsson frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.

Undir þessum dagskrárlið fóru fulltrúar FME yfir fjárhagsramma stofnunarinnar fyrir næsta ár og svöruðu í kjölfarið spurningum nefndarmanna.

Fulltrúar FME afhentu yfirlit yfir rekstraráætlun stofnunarinnar 2012 sem tekið var saman í tilefni af fundinum.

3) Endurreikningur gengistryggðra lána Kl. 10:25
Sömu gestir og að ofan greinir sátu undir þessum dagskrárlið. Fulltrúar FME gerðu grein fyrir áhrifum laga nr. 151/2010 og Hæstaréttardóma sem varða gengistryggð lán á stöðu fjármálafyrirtækja og svöruðu að því búnu spurningum nefndarmanna.

Fulltrúar FME afhentu yfirlit yfir endurreikning gengislána sem tekið var saman í tilefni af fundinum.

4) Eignarhald fjármálafyrirtækja á fyrirtækjum í óskyldum rekstri Kl. 10:55
Sömu gestir og að ofan greinir sátu undir þessum dagskrárlið. Fulltrúar FME gerðu grein fyrir heimildum fjármálafyrirtækja til að stunda tímabundið starfsemi í óskyldum rekstri, sbr. 22. gr. laga um fjármálafyrirtæki, og svöruðu að því búnu spurningum nefndarmanna.

Fulltrúar FME afhentu annars vegar yfirlit yfir tímabundna starfsemi, sbr. 22. gr. laga um fjármálafyrirtæki, og hins vegar minnisblað um tímabundna starfsemi lánastofnana. Yfirlitið og minnisblaðið voru tekin saman í tilefni af fundinum.

5) Stefna og horfur á fjármálamarkaði Kl. 11:25
Sömu gestir og að ofan greinir sátu undir þessum dagskrárlið. Fulltrúar FME kynntu stefnu og horfur á fjármálamarkaði og svöruðu spurningum nefndarmanna að því búnu.

Fulltrúar FME afhentu yfirlit yfir stefnu og horfur á fjármálamarkaði sem tekið var saman í tilefni af fundinum.

6) 12. mál - úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði Kl. 11:55
Á fundinn komu Arndís Kristjánsdóttir og Hildur J. Júlíusdóttir frá Fjármálaeftirlitinu og gerðu grein fyrir umsögn stofnunarinnar í málinu. Að því búnu svöruðu þær spurningum nefndarmanna.

7) EES-aðlögun (eftirlit með launakjarastefnu fjármálafyrirtækja o.fl.) Kl. 12:10
Á fundinn komu Arndís Kristjánsdóttir og Hildur J. Júlíusdóttir frá Fjármálaeftirlitinu og gerðu grein fyrir minnisblaði sem stofnunin tók saman í tilefni af beiðni nefndarinnar síðast þegar málið var á dagskrá.

Minnisblaðið varðar reglur um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja og er dagsett 14. nóvember 2011.

8) önnur mál Kl. 12:20
Fleira var ekki rætt.

Skúli Helgason var staddur erlendis vegna annarra þingstarfa.
Magnús Orri var staddur erlendis vegna annarra þingstarfa
Lilja Rafney boðaði forföll.
Lilja Mósesdóttir boðaði forföll vegna persónulegra ástæðna.
Margrét Tryggvadóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

Fundi slitið kl. 12:20