14. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 16. nóvember 2011 kl. 09:02


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:02
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 09:02
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:02
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:02
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:02
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 09:02
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:02

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu tveggja funda. Kl. 09:02
Drögum af fundargerðum síðustu tveggja funda, nr. 12 og nr. 13 var dreift og voru þær samþykktar í lok fundarins.

2) 195. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 09:02
Á fundinn komu Hannes G. Sigurðsson, Pétur Reimarsson og Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins, Gunnar V. Sveinsson og Árni Gunnarsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Sveinn Víkingur Árnason og Ívar J. Arndal frá ÁTVR, Orri Hauksson frá Samtökum iðnaðarins, Almar Guðmundsson frá Félagi atvinnurekenda og Gunnar Baldvinsson frá Landssamtökum lífeyrissjóða. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þar sem tími framangreindra gesta var vanáætlaður í fundarboði voru gestir frá Hagsmunasamtökum heimilanna, Öryrkjabandalagi Íslands og Landssambandi eldri borgara sem áttu að koma á eftir afboðaðir en þeim boðið að koma seinna.

Um kl. 10:12 komu á fundinn Ingvar J. Rögnvaldsson, Guðrún J. Jónsdóttir frá ríkisskattstjóra, Finnur Oddsson og Haraldur Ingi Birgisson frá Viðskiptaráði, Arnar Sigurmundsson og Þórey Þórðardóttir frá Landssamtökum lífeyrissjóða. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fulltrúar Viðskiptaráðs dreifðu á fundinum yfirliti yfir breytingar á skattkerfinu 2007-2011.

3) 193. mál - fjársýsluskattur Kl. 11:27
Á fundinn komu Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins, Ingvar Rögnvaldsson, Guðrún Jenný Jónsdóttir og Elín Alma Arthúrsdóttir frá ríkisskattstjóra, Lárus M.K. Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu, Haraldur I. Birgisson frá Viðskiptaráði og Arnar Sigurmundsson og Þórey Þórðardóttir frá Landssamtökum lífeyrissjóða.

Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fulltrúar Landsamtaka lífeyrissjóða afhentu á fundinum yfirlit yfir ellilífeyrisgreiðslur úr B-deild LSR.

4) 191. mál - hlutafélög og einkahlutafélög Kl. 11:15
Á fundinn komu Þóra Hjaltested og Jón Ögmundur Þormóðsson og kynntu frumvarpið. Að því búnu svöruðu þau spurningum nefndarmanna.

5) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 12:40
Ákveðið var að fresta afgreiðslu málsins.

6) 12. mál - úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði Kl. 11:40
Ákveðið var að fresta afgreiðslu málsins.

7) EES aðlögun (eftirlit með launakjarastefnu fjármálafyrirtækja o.fl.). Kl. 11:40
Á fundinum var dreift drögum að áliti til utanríkismálanefndar.

Formaður lagði síðan til að málið yrði tekið til afgreiðslu.
- Enginn nefndarmanna gerði athugasemd við afgreiðslu málsins.
- Enginn nefndarmanna tók fram að hann yrði ekki með á álitinu.
- Tryggvi tók fram að hann yrði með fyrirvara.
- Með á álitinu: HHj, ÞrB, LRM, TÞH með fyrirvara, GÞÞ, LMós, BJJ.

8) Önnur mál. Kl. 11:43
Í lok umfjöllunar um frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum óskaði formaður í áheyrn viðstaddra að tveimur samningum yrði dreift til nefndarmanna:

SHARE PURCHASE AGREEMENT BETWEEN BYR SPARISJÓÐUR THE MINISTRY OF FINANCE AND ÍSLANDSBANKI HF.
SAMNINGUR um yfirtöku NBI hf. Spkef sparisjóði milli íslenska ríkisins og NBI hf.

Samningarnir komu úr fjármálaráðuneytinu en áður en þeim var dreift til nefndarmanna voru þeir stimplaðir sem trúnaðarmál á skrifstofu nefndasviðs.

Að lokinni umfjöllun um frumvarp til laga um fjársýsluskatt ræddu nefndarmenn undir liðnum önnur mál hvað í trúnaðinum fælist og hversu lengi honum væri ætlað að vara.

Aðeins HHj og ÞrB tóku við samningunum á fundinum en einstakir nefndarmenn aðrir óskuðu eftir samningunum síðar sama dag á skrifstofu nefndasviðs.

Guðlaugur Þór óskaði eftir að fulltrúar Fjármálaeftirlitsins yrðu kallaðir á fund nefndarinnar til að ræða uppgjör gömlu og nýju bankanna, eignarhald nýju bankanna og uppgjör gengistryggðra lána.

Lilja Rafney lagði til að nefndin fengi yfirferð af hálfu fulltrúar fjármálaráðuneytisins varðandi málefni BYR.

Skúli Helgason var staddur erlendis vegna annarra þingstarfa.
Magnús Orri Schram var staddur erlendis vegna annarra þingstarfa.
Margrét Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.

Fundi slitið kl. 11:45