15. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 21. nóvember 2011 kl. 09:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:00
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) fyrir LRM, kl. 09:00
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:00
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:35
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 09:00
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:00
Drögum af fundargerð 13. fundar var dreift og þau samþykkt. Drög að fundargerð 14. fundar lágu ekki fyrir vegna bilunar í tölvukerfi.

2) 195. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 09:00
Á fundinn komu Karl Björnsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Hreinn Haraldsson og Hannes Már Sigurðsson frá Vegagerðinni. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Um kl. 9:40 komu á fundinn Jóna Valgerður Kristjánsdóttir og Unnar Stefánsson frá Landssambandi eldri borgara og Lilja Þorgeirsdóttir og Hjördís Anna Haraldsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands en sú síðastnefnda naut aðstoðar táknmálstúlks. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Um kl. 10:20 komu á fundinn Jóna Björk Guðnadóttir, Ingvi Örn Kristinsson og Arnaldur Loftsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Vala Valtýsdóttir frá Deloitte, Erla Árnadóttir frá PWC og Alexander Eðvardsson frá KPMG. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 193. mál - fjársýsluskattur Kl. 11:15
Á fundinn komu Guðjón Rúnarsson og Ingvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Vala Valtýsdóttir og Erna Sif Jónsdóttir frá Deloitte. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 12. mál - úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði Kl. 11:50
Ákveðið var að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

5) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 11:50
Ákveðið var að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.
Formaður tók fram að ekki stæði til að nefndin fjallaði um tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins.

6) Ákvörðun um fundarform næstu funda.
- Opinn fundur um störf Peningastefnunefndar.
- Gestafundur um efnahagsmál.
Kl. 10:15
Nefndin samþykkti á fundinum að halda opinn fund næst komandi mánudag til að ræða störf Peningamálastefnunefndar.
Nefndin samþykkti einnig að fyrirhugaður fundur nefndarinnar á morgun yrði að hluta opinn fréttamönnum (gestafundur).

7) Önnur mál. Kl. 11:55
Árni Þór sat fundinn í stað Lilju Rafneyar sem boðaði forföll. Hann vék af fundi um kl. 10:50.
Margrét Tryggvadóttir sat ekki fundinn.

Fundi slitið kl. 11:55