17. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 23. nóvember 2011 kl. 08:30


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 08:30
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 08:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:08
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 08:30
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 08:30
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 08:30
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 08:30

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 08:30
Drögum að fundargerð ekki dreift þar sem ritari var ekki mættur við upphaf fundar. Afgreiðslu frestað.

2) 195. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 08:30
Á fundinn komu Einar Þorsteinsson og Þorsteinn Hannesson frá Elkem á Íslandi, Orri Hauksson frá Samtökum iðnaðarins, Arnar Guðmundsson frá Íslandsstofu, Gunnar Tryggvason frá KPMG og Þorsteinn Víglundsson frá Samáli. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Dreift var á fundinum umsögn Íslandsstofu frá 23. nóv. 2011 (Minnisblað vegna breytinga á lögum nr. 129/2009, lagt fyrir fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis 23. nóvember 2011).

Fulltrúi Samáls afhenti á fundinum ljósrit af Sameiginlegri yfirlýsingu fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra, annars vegar, og Samtökum atvinnulífsins og stórnotenda á raforku, hins vegar, um ráðstafanir til að mæta erfiðri stöðu ríkissjóðs og til að stuðla að auknum fjárfestingum í atvinnulífinu ásamt bréfi Samtaka atvinnulífsins til fjármálaráðherra, dags. 1. júní 2010, og svarbréfi ráðuneytisins til samtakanna frá 15. júní 2010.

Kl. 9:10 komu inn á fundinn Magnús Garðarsson, Friðbjörn Garðarsson og Helgi Björn frá Íslenska kísilfélaginu. Með þeim sátu ofangreindir fulltrúar Íslandsstofu og Samtaka iðnaðarins. Fulltrúar Íslenska kísilfélagsins lýstu viðhorfum sínum til frumvarpsins en síðan svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

Kl. 10:00 komu inn á fundinn Maríanna Jónasdóttir, Ingibjörg Helga Helgadóttir og Guðrún Þorleifsdóttir og fóru yfir umsagnir sem borist hafa nefndinni í málinu. Gestirnir svöruðu að lokinni yfirferð spurningum nefndarmanna.

3) 193. mál - fjársýsluskattur Kl. 10:30
Á fundinn kom Hákon Hákonarson frá Félagi vátryggingamiðlara. Gesturinn lýsti viðhorfum sínum til frumvarpsins og svaraði spurningum nefndarmanna. Gesturinn vék af fundi um kl. 10:35.

Á fundinn komu einnig Ingibjörg Helga Helgadóttir og Guðrún Þorleifsdóttir frá fjármálaráðuneyti til að fara yfir umsagnir sem borist hafa nefndinni í málinu. Gestirnir svöruðu að lokinni yfirferð spurningum nefndarmanna.

1. varaformaður nefndarinnar tók við stjórn fundarins undir þessum lið á meðan formaður vék af fundi tímabundið.

4) Tilflutningur á skattbyrði lágtekjufólks. Kl. 11:17
Á fundinn komu Huginn F. Þorsteinsson og Indriði H. Þorláksson frá fjármálaráðuneytinu og gerðu grein fyrir greiningu á áhrifum skattbreytinga síðustu tveggja ára á skattbyrði fólks.

Gestirnir afhentu á fundinum greinargerð sem birtist á vefriti fjármálaráðuneytisins 20. október 2011 undir fyrirsögninni "meira janfræði í skattlagningu - verulegur tilflutningur skattbyrði lágtekjufólks".

Gestirnir afhentu einnig í ljósriti tvær yfirlitstöflur ásamt skýringum
- (Tafla 7.1 Tekjuskattar sem hlutfall af heildartekjum einstaklinga álagningarárin 1993 - 2007. Tekjur og skattar í milljörðum kr.)
- (Tafla 7.2 Meðaltalskatthlutföll eftir tekjubilum hjá hjónum og öðru sambúðarfólki tekjuárin 1993 og 2005. Heildartekjur og -laun hvers tekjuhóps í milljónum kr.)

Fulltrúar sjálfstæðisflokks í nefndinni (GÞÞ og TÞH) afhentu á fundinum grein úr Vísbendingu frá 7. nóvember 2011 "Lægri laun og meiri ójöfnuður" og töflu undir fyrirsögninni "Bottom of the Heap".

5) Málefni Byr og SpKef. Kl. 11:57
Umræðu frestað þar sem málið hafði verið sett á dagskrá nefndarinnar á morgun.

6) Önnur mál. Kl. 11:57
Fleira var ekki rætt.

Margrét Tryggvadóttir áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.
SkH var staddur erlendis vegna annarra þingstarfa.
MSch var staddur erlendis.
Birki Jón vék af fundinum um kl. 11:30.

Fundi slitið kl. 11:57