24. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 12. desember 2011 kl. 09:04


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:04
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 09:04
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 09:04
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:04
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:04
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:04
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:04
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 09:04
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:04

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:04
Afgreiðslu frestað.

2) 370. mál - greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi Kl. 09:04
Á fundinn komu Gunnar Andersen, Ragnar Hafliðason, Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir og Þorsteinn Marinósson frá Fjármálaeftirlitinu. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Dreift var á fundinum yfirliti yfir endurskoðaða rekstraráætlun FME fyrir árið 2012.

Þegar u.þ.b. 30 min voru liðnar af fundartímanum kom Stefán Árni Auðólfsson frá Sámráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila. Gesturinn lýsti viðhorfum sínum til málsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 317. mál - virðisaukaskattur Kl. 10:15
Nefndarmenn ræddu sjónarmið sín við málið.

4) 195. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 10:30
Umræðu frestað.

5) 193. mál - fjársýsluskattur Kl. 10:30
Umræðu frestað.

6) 368. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda Kl. 10:30
Umræðu frestað.

7) Önnur mál. Kl. 10:30
Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.
Varaformaður, ÞrB, tók tímabundið við stjórn fundarins fyrir formann sem vék af fundi frá kl. 9:45 til 10:15.

Fundi slitið kl. 10:30