25. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 12. desember 2011 kl. 17:10


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 17:10
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 17:10
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 17:10
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 17:10
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 17:10
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 17:10
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 17:10
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 17:10
Skúli Helgason (SkH), kl. 17:10
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 17:10

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 195. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 17:10
Mál þetta var rætt samhliða næsta máli á dagskránni, þ.e. máli nr. 193 (fjársýsluskattur)
Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti og breytingartillögum meiri hlutans.
Á fundinum var farið yfir breytingar sem meiri hlutinn leggur til og nefndarmönnum gefinn kostur á að gera athugasemdir.
Rædd var tillaga formanns um að afgreiða málið á þessum fundi.
Óskir komu fram um að fulltrúar fjármálaráðuneytisins kæmu til fundar við nefndina til að gefa álit sitt á tekjuáhrifum þeirra breytingar sem meiri hlutinn leggur til.

Hlé var gert á fundi kl. 17:42.

Klukkan 19:00 komu á fundinn Ingibjörg Helga Helgadóttir og Guðrún Þorleifsdóttir frá fjármálaráðuneytinu til að fara yfir tekjuáhrif breytinganna. Á fundinum var einnig hringt í Maríönnu Jónasdóttir frá ráðuneytinu og hún beðin um að svara einstökum spurningum nefndarmanna.

Í lok fundarins lagði formaður til að málið yrði afgreitt út úr nefndinni. Meiri hluti nefndarinnar samþykkti það.
- Með á áliti meiri hluta (HHj, LRM, ÁÞS, SkH, MSch)
- GÞÞ, TÞH, BJJ lögðu fram svohljóðandi bókun:

"Mótmælum harðlega þessum vinnubrögðum. Á þessum fundi voru tilkynntar tillögur er snerta tekjuhlið fjárlaga ársins 2012 sem hafa ekki fengið neina efnislega umræðu hjá nefndinni.
Þetta vinnulag getur ekki talist faglegt eða vandað og býður upp á mistök.
Athygli er vakin á því að ekki er enn komin fram umsögn fjárlaganefndar um tekjuhlið fjárlaga 2012.
Á morgun fer fram 2. umræða um tekjuhlið fjárlaga án þeirrar umsagnar."

2) 193. mál - fjársýsluskattur Kl. 17:10
Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti og breytingartillögum meiri hlutans.
Á fundinum var farið yfir breytingar sem meiri hlutinn leggur til og nefndarmönnum gefinn kostur á að gera athugasemdir.
Rædd var tillaga formanns um að afgreiða málið á þessum fundi.
Óskir komu fram um að fulltrúar fjármálaráðuneytisins og Samtaka fjármálafyrirtækja kæmu til fundar við nefndina til að gefa álit sitt á tillögu meiri hlutans varðandi upptöku sérstaks fjársýsluskatts.

Hlé var gert á fundi kl. 17:42.

Klukkan 19:00 komu á fundinn Ingibjörg Helga Helgadóttir og Guðrún Þorleifsdóttir frá fjármálaráðuneytinu og Guðjón Rúnarsson og Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

Í lok fundarins lagði formaður til að málið yrði afgreitt út úr nefndinni. Meiri hluti nefndarinnar samþykkti það.
- Með á áliti meiri hluta (HHj, LRM, ÁÞS, SkH, MSch, LMós)
- GÞÞ, TÞH og BJJ á móti

3) 371. mál - svæðisbundin flutningsjöfnun Kl. 19:55
Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu að taka við umfjöllun málsins í stað umhverfis- og samgöngunefndar sem vísað hafði málinu til efnahags- og viðskiptanefndar. (Allir með: HHj, LRM, BJJ, GÞÞ, TÞH, SkH, ÁÞS, LMós)

Formaður lagði til að LRM yrði framsögumaður á málinu.

Nefndarmenn ræddu málsmeðferðina.

4) Önnur mál. Kl. 20:09
Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrúi vék af fundi kl. 17:42.

Fundi slitið kl. 20:09