26. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 14. desember 2011 kl. 08:16


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 08:16
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 08:16
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 08:16
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 08:16
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 08:16
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 08:16
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 08:16
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 08:16
Skúli Helgason (SkH), kl. 08:16
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 08:16

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 195. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 08:16
Á fundinn kom Hróbjartur Aðalsteinsson hrl. og Maríanna Jónasdóttir frá fjármálaráðuneyti. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 317. mál - virðisaukaskattur Kl. 09:00
Á fundinn komu Guðrún Þorleifsdóttir, Hlynur Ingason og Sóley Ragnarsdóttir frá fjármálaráðuneyti og Gunnar Valur Sveinsson, Rúnar Garðarsson og Agnar Daníelsson frá Samtökum ferðaþjónustu. Fulltrúar SAF gerðu grein fyrir umsögn sinni við málið. Gestirnir svöruðu síðan spurningum nefndarmanna.

3) 368. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda Kl. 09:20
Á fundinn kom Hafdís Ólafsdóttir frá fjármálaráðuneyti og svaraði spurningum nefndarmanna varðandi málið.

4) 193. mál - fjársýsluskattur Kl. 08:16
Nefndarmönnum var gefinn kostur á að spyrja ofangreinda fulltrúa fjármálaráðuneytisins út í málið.

5) 304. mál - hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum Kl. 09:40
Málið var endurupptekið að ósk fulltrúar sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks í nefndinni.

Á fundinn komu Björn G. Ólafsson og Jón Þ. Sigurgeirsson frá Seðlabanka Íslands og Ingvar H. Ragnarsson frá fjármálaráðuneyti og svöruðu spurningum nefndarmanna varðandi málið.

Formaður lagði til að málið yrði afgreitt úr nefndinni á ný. Meiri hlutinn stóð einn að afgreiðslu málsins.
- Með á áliti meiri hluta (HHj, ÁÞS, LRM, SkH, MSch)

6) Önnur mál. Kl. 10:00
Nefndin ræddi kröfur fulltrúa stjórnarandstöðunnar í nefndinni sem standa í tengslum við þingfrestun.

Fundi slitið kl. 10:02