27. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 14. desember 2011 kl. 19:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 19:00
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 19:00
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 19:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 19:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 19:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 19:00
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 19:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 19:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 19:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 195. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 19:00
Á fundinn komu Guðrún Þorleifsdóttir og Maríanna Jónasdóttir frá fjármálaráðuneyti.

Dreift var minnisblaði ráðuneytisins frá 14. desember þar sem lagðar eru til þrjár breytingar á frumvarpinu.
Dreift var minnisblaði ráðuneytisins frá 14. desember með svörum við ýmsum fyrirspurnum nefndarmanna.

2) 317. mál - virðisaukaskattur Kl. 19:20
Dreift var samantekt á umfjöllun nefndarinnar um tillögu ráðuneytis í tilefni af dómi Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar, mál nr. 282/2011.

3) 368. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda Kl. 19:25
Umræðu frestað.

4) 193. mál - fjársýsluskattur Kl. 19:00
Málið var rætt samhliða fyrsta dagskrármálinu, þ.e. mál nr. 195 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)

5) 370. mál - greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi Kl. 19:30
Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti og breytingartillögum.
Nefndarmönnum var gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin.
Formaður lagði til að málið yrði tekið út. Meiri hlutinn stóð að afgreiðslu málsins.
- Með á áliti meiri hluta (HHj, BVG, SkH, LRM, MSch).

6) Önnur mál. Kl. 19:34
Formaður fór á fundinum yfir nokkur atriði sem ætluð væru til að koma til móts við kröfur stjórnarandstöðuna sem reifaðar höfðu verið á fundi fyrr um daginn. Fallist var á eftirfarandi:
- Aflað verði lögfræðilálits um lögmæti auðlegðarskatts út frá eignarréttarlegum sjónarmiðum. Gerð verði könnun á hvaða áhrif skatturinn hefur á hvatann til brotflutnings til að sleppa undan skattinum.
- Aflað verði greiningar á því hvaða áhrif breytingar á tekjuskattskerfinu sem gerðar hafa verið á kjörtímabilinu hafa haft á mismunandi tekjuhópa.
- Aflað verði skýrslu um skattundanskot.

MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn ekki.

Fundurinn var haldinn í færeyska herbergi Skála.

Fundi slitið kl. 19:36