29. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 16. desember 2011 kl. 19:06


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 19:06
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 19:06
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 19:06
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 19:06
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 19:06
Logi Már Einarsson (LME) fyrir MSch, kl. 19:06
Skúli Helgason (SkH), kl. 19:06
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 19:06
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 19:06

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 195. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 19:06
Málinu hafði verið vísað til nefndarinnar eftir 2. umræðu.
Formaður gerði grein fyrir þeim breytingum sem meiri hlutinn hyggðist leggja til við 3. umræðu.
Formaður lét dreifa drögum að framhaldsnefndaráliti meiri hluta og breytingartillögum.
Meiri hlutinn stóð að afgreiðslu málsins.
- Með á áliti (HHj, SkH, LRM, LME, ÞrB)

Formaður tók fram að hann myndi leggja til breytingar við 3. umræðu eftir nánara samkomulagi.

2) 193. mál - fjársýsluskattur Kl. 19:20
Málinu hafði verið vísað til nefndarinnar eftir 2. umræðu.
Formaður gerði grein fyrir þeim breytingum sem meiri hlutinn hyggðist leggja til við 3. umræðu.
Formaður lét dreifa drögum að framhaldsnefndaráliti meiri hluta og breytingartillögum.
Meiri hlutinn stóð að afgreiðslu málsins.
- Með á áliti (HHj, SkH, LRM, LME, ÞrB, LMós)

3) 371. mál - svæðisbundin flutningsjöfnun Kl. 19:28
Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti og breytingartillögum.
Nefndarmönnum gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin.
Meiri hlutinn stóð að afgreiðslu málsins.
- Með á áliti (HHj, BBJ, LMós, LME, ÞrB, SkH, LRM)

4) Önnur mál. Kl. 19:30
Á fundinn komu Björn G. Ólafsson og Jón Þ. Sigurgeirsson frá Seðlabanka Íslands til að ræða mál nr. 304 (hækkun á kvóta Íslands hjá AGS). Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

GÞÞ vakti athygli nefndarinnar á tölvupósti sem fulltrúum sjálfstæðisflokksins í nefndinni hafði borist frá sviðsstjóra skatta og lögfræðisviðs Deloitte þar sem gerðar eru athugasemdir við afgreiðslu meiri hlutans á máli nr. 317 (virðisaukaskattur). Tilefnið er breytingartillaga sem meiri hlutinn leggur til við frumvarpið vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 282/2011.

MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.

Fundurinn haldinn í færeyska herbergi Skála.

Fundi slitið kl. 20:10