37. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 1. febrúar 2012 kl. 10:15


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 10:15
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 10:15
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:15
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:15
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 10:15
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 10:15
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:15
Skúli Helgason (SkH), kl. 10:15
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 10:15

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 365. mál - kjararáð og Stjórnarráð Íslands Kl. 10:15
Á fundinn komu Gunnar Helgi Hálfdánarson, Steinþór Pálsson og Hallgrímur Ásgeirsson frá Landsbankanum, Katrín Ólafsdóttir frá Háskólanum í Reykjavík og Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og að því búnu svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.

Fulltrúar Landsbanka Íslands afhentu á fundinum álitsgerð Eiríks Tómassonar frá 12. mars 2010.

2) Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Kl. 11:00
Á fundinn komu Páll Gunnar Pálsson, Steingrímur Ægisson og Benedikt Árnason frá Samkeppniseftirlitinu. Gestirnir gerðu grein fyrir skýrslu eftirlitsins um ofangreint efni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fulltrúar Samkeppniseftirlitsins dreifðu í ljósriti samantekt um efnið (dagsett janúar 2012).

3) 376. mál - frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins Kl. 11:45
Fulltrúi utanríkisráðuneytisins, Kristján Andri, komst ekki til fundarins og var umræðu því frestað.

4) Verðtrygging. Kl. 11:45
Formaður gerði nefndarmönnum grein fyrir stöðu málsins í nefndinni en að því búnu gerðu einstakir nefndarmenn athugasemdir.

5) Önnur mál. Kl. 11:59
Í upphafi fundarins var dreift drögum að fundargerð síðasta fundar, nr. 36. Engar athugasemdir komu fram af hálfu nefndarmanna.

Um miðbik fundarins lét formaður dreifa drögum að nefndaráliti ásamt breytingartillögum í máli nr. 41 (skuldaeftirgjafir). Í framhaldi af því hefur nefndarmönnum verið boðið að koma á framfæri athugasemdum sínum.

Í framhaldi af 1. dagskrármáli fundarins óskaði LMós eftir umræðu um áform ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu Landsbankans að viðstöddum fulltrúa Bankasýslu ríkisins og fjármálaráðuneytisins. EyH óskaði í tilefni af því eftir upplýsingum um hvort vinna væri í gangi um rammalöggjöf um sölu ríkisfyrirtækja eða mótun eigendastefnu varðandi öll ríkisfyrirtæki.

MT sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.
EyH sat fundinn í fjarveru BJJ sem yfirgaf fundinn að loknu fyrsta dagskrármálinu.
ÞrB boðaði forföll.


Fundi slitið kl. 11:59