42. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 20. febrúar 2012 kl. 09:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:00
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) fyrir LRM, kl. 09:00
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 11:00
Björn Valur Gíslason (BVG) fyrir LRM, kl. 11:00
Davíð Stefánsson (DSt) fyrir LRM, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 11:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 09:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 376. mál - frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins Kl. 09:00
Á fundinn komu Kristján Andri Stefánsson, Högni Kristjánsson, Ástríður Jónsdóttir, Þorsteinn B. Björnsson og Ágúst Hjörtur frá utanríkisráðuneytinu og Maríanna Jónasdóttir frá fjármálaráðuneytinu.

Gestirnir gerðu grein fyrir tilurð frumvarpsins og afhentu yfirlit yfir Landsáætlun IPA 2011. Gestirnir svöruðu síðan spurningum nefndarmanna.

Frá kl. 9:30 til 10:00 sátu fundinn Anna G. Björnsdóttir og Lúðvík E. Gústafsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Friðrik J. Arngrímsson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna og Eiríkur Blöndal, Erna Bjarnadóttir og Sigurbjartur Pálsson frá Bændasamtökum Íslands. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 385. mál - stefna um beina erlenda fjárfestingu Kl. 09:35
Á fundinn komu Eiríkur Blöndal og Bjarni Jónsson frá Bændasamtökum Íslands og Haraldur Birgisson frá Viðskiptaráði. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 278. mál - aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Kl. 10:00
Á fundinn kom Haraldur Ingi Birgisson frá Viðskiptaráði Íslands og gerði grein fyrir viðhorfum sínum til málsins.

4) Kl. 10:30 til 11:00 verður gert hlé á fundi. Kl. 10:20
Hlé var gert á fundi frá kl. 10:20 til 11:00.

5) Nýfallinn dómur Hæstaréttar í máli er varðar gengistryggð lán (nr. 600/2011). Kl. 11:00
Á fundinn komu Eggert Þ. Þórarinsson, Harpa Jónsdóttir og Ragnar Á Sigurðsson frá Seðlabanka Íslands, Gísli Örn Kjartansson og Tómas Sigurðsson frá Fjármálaeftirlitinu og Guðjón Rúnarsson og Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna varðandi málið.

Í lok umræðu komu einstakir nefndarmenn á framfæri óskum um frekari gestaboðanir vegna málsins.

6) Uppsögn forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Kl. 12:30
Á fundinn kom Ásbjörn Björnsson sem ásamt Ástráði Haraldssyni hrl. var að beiðni stjórnar Fjármálaeftirlitsins falið að leggja mat sitt á greinargerð Andra Árnasonar hrl. um hæfi forstjóar Fjármálaeftirlitsins. Gesturinn gerði grein fyrir helstu niðurstöðum og svaraði að því búnu spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál. Kl. 13:05
Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn frá kl. 11:00.
DSt sat fundinn frá kl. 9:00 til 10:20.
BVG sat fundinn frá kl. 11:00 til 13:05.
MOSch var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 13:05