43. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 22. febrúar 2012 kl. 09:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 10:25
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:00
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 09:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 09:30

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Þessum dagskrárlið var frestað.

2) 365. mál - kjararáð og Stjórnarráð Íslands Kl. 09:00
Á fundinn komu Hildur Jana Júlíusdóttir og Hjálmar S. Brynjólfsson frá Fjármálaeftirlitinu, Jón Gunnar Jónsson frá Bankasýslu ríkisins, Þórdís Bjarnadóttir frá Viðskiptaráði og Magnús Harðarson frá Kauphöllinni. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 376. mál - frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins Kl. 09:40
Á fundinn kom Ásbjörn Björnsson frá Félagi löggiltra endurskoðenda. Gesturinn lýsti sjónarmiðum sínum til málsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Nýfallinn dómur Hæstaréttar í máli er varðar gengistryggð lán. Kl. 10:00
Á fundinn komu Ása Ólafsdóttir lektor við lagadeild Háskóla Íslands, Vilhjálmur Bjarnason, Andrea Ólafsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Guðmundur Ásgeirsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna, Guðmundur Andri Skúlason frá Samtökum lánþega, Arnar Kristinsson meistaranemi í lögfræði frá Bifröst og Aðalsteinn Sigurðsson meistaranemi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Gunnlaugur Kristinsson tók þátt í fundinum í gegnum símfundarbúnað. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til dómsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Frá kl. 10:55 sátu fundinn Ásta S. Helgadóttir og Bragi Bragason frá umboðsmanni skuldara og Gísli Tryggvason frá Talsmanni neytenda. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til dómsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Frá kl. 11:50 sat fundinn Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur. Gesturinn gerði í stuttu máli grein fyrir viðhorfum sínum til dómsins en vegna tímaskorts var hann boðaður aftur á fund vegna málsins.

Formaður, HHj, óskaði undir umræðunni eftir því að nefndasvið Alþingis kannaði héraðsdóma sem varða ákvæði XIII til bráðabirgða í lögum um vexti og verðtryggingu.

5) Önnur mál. Kl. 12:10
Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn frá kl. 09:55.
TÞH mætti um kl. 9:30.
Varaformaður, LRM, stýrði fundinum í upphafi fjarveru formanns, HHJ, eða þar til sá síðarnefndi mætti kl. 10:25.
MN sat fundinn í stað MOShc sem var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 12:10