45. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 27. febrúar 2012 kl. 10:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 10:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 10:00
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 10:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 10:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 10:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Nýfallinn dómur Hæstaréttar er varðar ólögmæti gengistryggðra lána. Kl. 10:00
Á fundinn kom Magnús Árni Skúlason og fjallaði um dóminn m.a. með hliðsjón af samanburði á stöðu þeirra sem falla undir fordæmisgildi dómsins og þeirra sem gera það ekki. Gesturinn svaraði spurningum nefndarmanna.

2) 365. mál - kjararáð og Stjórnarráð Íslands Kl. 10:50
Nefndarmenn ræddu framhald málsins.

3) 367. mál - tollalög Kl. 10:52
HHj vakti athygli nefndarmanna á því að málið hefði ekki verið sent til umsagnar og lagði til að tillögur sem fjármálaráðuneytið hefur sent nefndinni til breytinga á frumvarpinu og unnar voru að beiðni nefndarinnar verði sendar aðilum. Samþykkt.

4) 376. mál - frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins Kl. 10:54
Nefndarmenn ræddu framhald málsins.

5) 385. mál - stefna um beina erlenda fjárfestingu Kl. 10:56
Nefndarmenn ræddu framhald málsins.

6) 278. mál - aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Kl. 10:58
Nefndarmenn ræddu framhald málsins.

7) 269. mál - vörumerki Kl. 11:00
Nefndarmenn ræddu framhald málsins.

8) 369. mál - verðbréfaviðskipti Kl. 11:02
Nefndarmenn ræddu framhald málsins.

9) Innstæðutryggingar. Kl. 11:04
HHj lagði til að nefndin flytti mál til breytingar á lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta í samræmi við tillögur og óskir efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Samþykkt.

BJJ sem ekki var viðstaddur fundinn óskaði sérstaklega eftir að taka þátt í afgreiðslu mála sem afgreidd yrðu á fundinum (með aðstoð símfundarbúnaðar ef á þyrfti að halda).

10) Önnur mál. Kl. 11:05
Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.
ÞrB var fjarverandi.
BJJ var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:05