51. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. mars 2012 kl. 13:02


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 13:02
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 13:02
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 14:15
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 13:02
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 13:02
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 13:02
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 13:02
Skúli Helgason (SkH), kl. 14:10
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 13:02

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Aðferðir við innheimtu gengistryggðra lánasamninga. Kl. 13:02
Á fundinn komu Lilja Dóra Halldórsdóttir, Sigurbjörg Leifsdóttir og Jóhann Fannar frá Lýsingu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Viðbrögð stjórnvalda við Hæstaréttardómi nr. 600/2011 varðandi ólögmæti gengistryggðra lána. Kl. 13:36
Á fundinn komu Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu, Þórólfur Halldórsson frá Sýslumannafélagi Íslands og Ása Ólafsdóttir frá réttarfarsnefnd. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fulltrúi Sýslumannafélags Íslands afhenti á fundinum samantekt ákvæða úr lögum um nauðungarsölu.

Um kl. 14:20 kom Ragnar H. Hall hrl. og svaraði spurningum nefndarmanna.3) 369. mál - verðbréfaviðskipti Kl. 14:50
Formaður lét dreifa minnisblaði ritara með samantekt yfir umfjöllun nefndarinnar.
Afgreiðslu frestað.

4) 385. mál - stefna um beina erlenda fjárfestingu Kl. 14:50
Þessum dagskrárlið var frestað.

5) Önnur mál. Kl. 14:50
Nefndarmenn lýstu sjónarmiðum sínum um hvernig þeir teldu rétt að bregðast við Hæstaréttardómi nr. 600/2011. Var m.a. rætt um flýtimeðferð ágreiningsmála fyrir dómstólum og málshöfðunarfresti í lögum um nauðungarsölu og aðfararlögum.

MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn.
ÞrB var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 15:05