53. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 12. mars 2012 kl. 16:30


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 16:30
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 16:30
Björn Valur Gíslason (BVG) fyrir ÞrB, kl. 16:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 16:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 16:30
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 16:30
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 16:30
Skúli Helgason (SkH), kl. 16:30
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 16:30

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Gjaldeyrishöft. Kl. 16:30
Fundurinn var boðaður samdægurs og með skömmum fyrirvara.

Á fundinn komu Björn Rúnar Guðmundsson og Þóra Hjaltested frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, Arnór Sighvatsson, Ingibjörg Guðbjartsdóttir og Freyr Hermansson frá Seðlabanka Íslands og Þorsteinn Þorsteinsson sem leiddi samningaviðræður f.h. fjármálaráðuneytisins við uppgjör um skiptingu gömlu bankanna þriggja.

Á fundinum voru rædd drög að frumvarpi um breytingar á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, sem nefndinni voru send úr efnahags- og viðskiptaráðuneyti með ósk um að nefndin flytti málið.

Í lok fundarins lagði formaður til að meiri hluti nefndarinnar tæki að sér að flytja frumvarpið sem eftirtaldir nefndarmenn samþykktu: HHj, SkH, MN, LRM, BVG.

2) 385. mál - stefna um beina erlenda fjárfestingu Kl. 17:15
Þessum dagskrárlið var frestað.

3) Viðbrögð við dómi Hæstaréttar frá 15. febr. sl. (ólögmæti gengistryggðra lána). Kl. 17:15
Þessum dagskrárlið var frestað.

4) Önnur mál. Kl. 17:15
Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.
Í upphafi fundar sat ÁPÁ í stað SkH.

Formaður vakti athygli nefndarmanna á því að til annars fundar yrði boðað í nefndinni síðar þennan sama dag og að lokinni 1. umræðu um frumvarpið sem meiri hlutinn samþykkti á fundinum.

Fundi slitið kl. 17:15