55. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 12. mars 2012 kl. 23:48


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 23:48
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 23:48
Björn Valur Gíslason (BVG) fyrir ÞrB, kl. 23:48
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 23:48
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 23:48
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 23:48
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 23:48
Skúli Helgason (SkH), kl. 23:48
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 23:48

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 608. mál - gjaldeyrismál Kl. 23:48
Málinu vísað til nefndarinnar að lokinni 2. umræðu.
Á fundinum voru afhentar upplýsingar um stöðu gjaldeyrisforðans.
Formaður lagði til að málið yrði afgreitt til 3. umræðu og gerði grein fyrir breytingartillögu sem hann myndi leggja fram. Meiri hlutinn samþykkti (HHj, SkH, BVG, LRM, MN).

2) 584. mál - tollalög o.fl. Kl. 23:56
Þessum dagskrárlið var frestað.

3) Önnur mál. Kl. 23:48
Fleira var ekki rætt.
MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.

Fundi slitið kl. 23:56