60. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 28. mars 2012 kl. 09:05


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:05
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) fyrir LRM, kl. 09:05
Eygló Harðardóttir (EyH) fyrir BJJ, kl. 09:05
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:05
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 09:05
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:05
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:05
Telma Magnúsdóttir (TM) fyrir ÞrB, kl. 09:05
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 09:05

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 508. mál - framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög Kl. 09:05
Á fundinn komu Páll Gunnar Pálsson og Steingrímur Ægisson frá Samkeppniseftirlitinu. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Viðbrögð stjórnvalda við Hæstaréttardómi nr. 600/2011 varðandi ólögmæti gengistryggðra lána. Kl. 09:30
Einstakir nefndarmenn ræddu afstöðu sína til málsins.

3) 278. mál - aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Kl. 10:00
Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti og gerði grein fyrir breytingartillögum sem þar eru lagðar til.
Nefndarmönnum var gefinn kostur á að gera athugasemdir.
Allir með: (HHj, SkH, TÞH, LMós, ÁÞS, TM, MN, EyH)
MT styður álitið.

4) 570. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 161/2011 um breytingu á XXII. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:05
Nefndin taldi að kynning efnahags- og viðskiptaráðuneytisins á málinu gæfi ekki tilefni til sérstakrar umsagnar til utanríkismálanefndar.

5) 573. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 120/2010 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:05
Afgreiðslu frestað.

6) 351. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 83/2011 um breytingu á XVI. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:05
Nefndin taldi að kynning fjármálaráðuneytisins á málinu gæfi ekki tilefni til sérstakrar umsagnar til utanríkismálanefndar.

7) Önnur mál. Kl. 10:10
Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn.
GÞÞ var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 10:10