62. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 16. apríl 2012 kl. 10:04


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 10:04
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:04
Huld Aðalbjarnardóttir (HuldA) fyrir BJJ, kl. 10:04
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 10:04
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 10:04
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:04
Þuríður Backman (ÞBack) fyrir LRM, kl. 10:04

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Kynning á stjórnarfrumvörpum. Kl. 10:04
Á fundinn komu Sigríður M. Harðardóttir, Jón Ögmundur Þormóðsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir og Valgerður Rún Benediktsdóttir frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti.
Formaður, HHj, tók fram í upphafi umfjöllunar að fulltrúar ráðuneytisins hefðu verið boðaðir með skömmum fyrirvara til þess að fara yfir mál ráðuneytisins sem enn biðu 1. umræðu. Væri þetta gert til þess að nýta fundartíma nefndarinnar þar sem fáir þingfundardagar væru til stefnu á þessu vorþingi.

Í ljósi hins skamma fyrirvara og takmarkaðs fundartíma var fulltrúum ráðuneytisins eftirlátið svigrúm til þess að ákveða hvernig þeir höguðu kynningunni, þ.e. hvaða mál væru kynnt. Eftirtalin mál voru kynnt:
1.
Mál nr. 707 (rafrænar undirskriftir)
2.
Mál nr. 701 (sala fasteigna og skipa)
3.
Mál nr. 732 (endurskoðendur)
4.
Mál nr. 705 (innheimtulög)
5.
Mál nr. 703 (opinber hlutafélög)
6.
Mál nr. 706 (verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir)

Að lokinni kynningu spurðu nefndarmenn spurninga sem gestirnir svöruðu.
GÞÞ óskaði eftir því á fundinum að við kynningu frumvarpa afhenti ráðuneyti minnisblað yfir helstu efnisatriði.

2) 41. mál - tekjuskattur Kl. 11:20
Formaður hafði í upphafi fundar látið dreifa drögum að nefndaráliti sem var nokkuð breytt frá þeim sem dreift var á 37. fundi nefndarinnar sem haldinn var 1. febrúar sl. Nefndarmenn ræddu í framhaldinu sjónarmið sín til málsins.

3) Önnur mál. Kl. 11:25
Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn.
ÞrB, TÞH og SkH voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:25