63. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. apríl 2012 kl. 09:10


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:10
Eygló Harðardóttir (EyH) fyrir BJJ, kl. 09:40
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:40
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:10
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 10:10
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:30
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:10
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 10:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 702. mál - bókhald Kl. 09:10
Mál þetta bíður 1. umræðu.
Á fundinn kom Harpa Theodórsdóttir frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti og kynnti frumvarpið sem rætt var samhliða næsta dagskrármáli, mál nr. 700 (ársreikningar). Gesturinn svaraði spurningum nefndarmanna.

2) 700. mál - ársreikningar Kl. 09:10
Mál þetta bíður 1. umræðu. Málið var kynnt samhliða máli nr. 702 (bókhald) eins og framan er getið.

3) 731. mál - gjaldeyrismál Kl. 09:40
Málið bíður 1. umræðu.
Á fundinn komu Valgerður Rún Benediktsdóttir og Björn Rúnar Guðmundsson frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti og Ingibjörg Guðbjartsdóttir og Jón Karlsson frá Seðlabanka Íslands.
Fulltrúar ráðuneytisins kynntu frumvarpið en að því búnu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

4) 733. mál - ökutækjatrygging Kl. 10:00
Málið bíður 1. umræðu.
Á fundinn kom Guðmundur Kári Kárason frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti og kynnti frumvarpið. Að því búnu svaraði hann spurningum nefndarmanna.

5) 708. mál - útgáfa og meðferð rafeyris Kl. 10:15
Málið bíður 1. umræðu.
Á fundinn kom Guðmundur Kári Kárason frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti og kynnti frumvarpið. Að því búnu svaraði hann spurningum nefndarmanna.

6) 704. mál - neytendalán Kl. 10:25
Málið bíður 1. umræðu.
Á fundinn kom Guðmundur Kári Kárason frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti og kynnti frumvarpið. Að því búnu svaraði hann spurningum nefndarmanna.

7) 653. mál - skattar og gjöld Kl. 10:45
Málið bíður 1. umræðu.
Á fundinn komu Ingibjörg Helga Helgadóttir og Sigurður Guðmundsson frá fjármálaráðuneyti og kynntu frumvarpið. Að því búnu svöruðu þau spurningum nefndarmanna.

8) 666. mál - virðisaukaskattur Kl. 11:05
Málið bíður 1. umræðu.
Á fundinn komu Sigurður Guðmundsson, Hlynur Ingason og Ögmundur Hrafn Magnússon frá fjármálaráðuneytinu og kynntu frumvarpið. Að því búnu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

9) 685. mál - opinber innkaup Kl. 11:34
Þessum dagskrárlið var frestað.

10) 508. mál - framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög Kl. 11:34
Þessum dagskrárlið var frestað þar sem ekki hefði tekist að ljúka drögum að umsögn nefndarinnar til atvinnuveganefndar.

11) Önnur mál. Kl. 11:35
GÞÞ ítrekaði beiðni um að nefndin ræddi aðgerðir ríkisstjórnarinnar í málefnum lífeyrissjóðanna í tilefni af fréttum um að sjóðirnir væru neyddir til að færa innlendar eignir sínar til landsins. Beiðnin var send formanni, HHj, 14. febrúar sl. með tölvupósti.

HHj tók fram að hann hefði síðast í gær ítrekað upplýsingabeiðni um hvort og hve mikil áhrif eftirtalin frumvörp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stjórn fiskveiða og veiðigjöld hafi á efnahag stóru bankanna þriggja, Landsbanka, Arion banka og Íslandsbanka:
- Mál nr. 657 (stjórn fiskveiða)
- Mál nr. 658 (veiðigjöld)
Upplýsingabeiðnin var send stjórnendum bankanna á tölvupósti 29. mars sl.

Í upphafi fundar voru lögð fram drög að fundargerðum 39. til 62. fundar sem áður höfðu verið send nefndarmönnum á tölvupósti. Engar athugasemdir komu fram við efni þeirra.

MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn.
ÞrB og MN voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:35