68. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 7. maí 2012 kl. 09:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:00
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:00
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 09:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 704. mál - neytendalán Kl. 09:00
Á fundinn komu:
- Frá kl. 9:00 til 9:45 - Ásta Helgadóttir frá Umboðsmanni skuldara. Hún lýsti viðhorfum sínum til frumvarpsins og svaraði spurningum nefndarmanna. Talsmaður neytenda og fulltrúar frá Hagsmunasamtökum heimilanna og Samtökum lánþega voru boðaðir til fundarins en mættu ekki.
- Frá kl. 9:45 til 10:30 - Haukur Örn Birgisson hrl. f.h. Kredia og Ragnar Baldursson hrl. f.h. Hraðpeninga og Gunnhildur Gunnarsdóttir frá Íbúðalánasjóði. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.2) 762. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 10:30
Mál þetta bíður 1. umræðu.

Á fundinn komu Kjartan Gunnarsson frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti og Ragnar Birgisson og Guðjón Guðmundsson frá Sambandi íslenskra sparisjóða (SÍSP). Fulltrúi ráðuneytisins kynnti frumvarpið og að því búnu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

3) 763. mál - innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta Kl. 11:15
Mál þetta bíður 1. umræðu.

Á fundinn komu Kjartan Gunnarsson frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og Sigrún Helgadóttir og Guðrún Þorleifsdóttir frá Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta (TIF). Fulltrúi ráðuneytisins kynnti frumvarpið og að því búnu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál. Kl. 11:40
Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn.
LRM fór með stjórn fundarins undir fyrsta dagskrármálinu í fjarveru HHj sem mætti kl. 10:25.
BJJ vék af fundi kl. 11:25.
ÞrB var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:40