69. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. maí 2012 kl. 13:10


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 13:10
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 13:10
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 13:10
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 13:10
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 13:10
Skúli Helgason (SkH), kl. 13:10

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 666. mál - virðisaukaskattur Kl. 13:10
Á fundinn komu Özur Lárusson og Sverrir V. Hauksson frá Bílgreinasambandinu, Jón Björn Skúlason frá Íslensk NýOrka, Dofri Hermannsson frá Metanorku, Sigurður Ástgeirsson frá Íslenska Gámafélaginu, Gunnar V. Sveinsson, Rúnar Garðarsson og Kristján Daníelsson frá Samtökum ferðaþjónustu.

Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 653. mál - skattar og gjöld Kl. 14:00
Á fundinn komu Gunnar V Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Friðrik Friðriksson frá Landsambandi íslenskra útvegsmanna og Þorsteinn Víglundsson frá Samál. Gestirni lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 731. mál - gjaldeyrismál Kl. 14:15
Á fundinn komu Gunnar V Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Friðrik Friðriksson frá Landsambandi íslenskra útvegsmanna. Gestirni lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 703. mál - hlutafélög Kl. 14:30
Þessum dagskrárlið var frestað.

5) Önnur mál. Kl. 14:30
Formaður lagði til að fyrstu tvö dagskrármál fundarins yrðu sendi til umsagnar. Samþykkt.
Fundi var slitið kl. 14:30.

MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.
ÞrB, MOSch, TÞH voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 14:30