71. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 09:00


Mættir:

Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 10:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:00
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 09:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 09:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 731. mál - gjaldeyrismál Kl. 09:10
Á fundinn kom Ingibjörg Guðbjartsdóttir frá Seðlabanka Íslands og svaraði spurningum nefndarmanna varðandi frumvarpið.

2) 763. mál - innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta Kl. 09:30
Á fundinn komu Sigríður Benediktsdóttir og Jónas Þórðarson frá Seðlabanka Íslands og Ragnar F. Ólafsson. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ragnar er höfundur greinar sem dreift var á fundinum og ber heitið "Gallar innstæðutryggingakerfis Evrópu", Þjóðmál Vetur 2011.

3) 704. mál - neytendalán Kl. 10:00
Á fundinn komu Gísli Tryggvason Talsmaður neytenda, Ragnar SIgurðarson og Jónas Þórðarson frá Seðlabanka Íslands og Arnar Kristinsson og Aðalsteinn Sigurðsson. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 762. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 10:30
Á fundinn komu Harpa Jónsdóttir og Jónas Þórðarson frá Seðlabanka Íslands og Gísli Tryggvason talsmaður neytenda. Gestirni lýstu viðhorfum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál. Kl. 11:10
SkH stýrði fundi í fjarveru formanns HHj, varaformanns LRM og 2. varaformanns.

SkH lagði til að mál nr. 763 (innstæðutryggingar) og mál nr. 762 (fjármálafyrirtæki) yrðu send til umsagnar. Samþykkt.

MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn.
HHj var fjarverandi vegna veikinda.
LRM var fjarverandi vegna ófærðar á landsbyggðinni.
ÞrB var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:15