75. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 24. maí 2012 kl. 14:30


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 14:30
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 14:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 14:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 14:30
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 14:30
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 14:30

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 762. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 14:30
Aukafundur haldinn í færeyska herbergi Skála.
Á fundinn komu Kjartan Gunnarsson frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og Hjálmar Brynjólfsson, Ólafur Orrason og Björk Sigurgísladóttir frá Fjármálaeftirlitinu. Einnig tók þátt í fundinum var Halldór Jóhannsson frá KEA svf. í gegnum síma. Gestirnir gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum í málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Dreift var á fundinum minnisblaði efnahags- og viðskiptaráðuneytis við umsögnum sem nefndinni hafa borist í við meðferð málsins.

2) Önnur mál. Kl. 15:10
Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrú sat ekki fundinn.
SkH var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
ÞrB var fjarverandi.
LMós var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 15:10