78. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 4. júní 2012 kl. 08:30


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 08:30
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 08:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 08:30
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 08:30
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 08:30
Skúli Helgason (SkH), kl. 08:30
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 08:30

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 731. mál - gjaldeyrismál Kl. 08:30
Formaður, HHj, lét dreifa drögum að nefndaráliti sem nefndarmönnum gafst tækifæri á að gera athugasemdir við.
Formaður tók fram að beðið væri eftir áliti stjórnar Persónuverndar varðandi fyrirhugaðar breytingar á 11. gr. frumvarpsins.
Afgreiðslu frestað.
Umsögn Logos var dreift á fundinum.

2) 653. mál - skattar og gjöld Kl. 08:40
Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti sem nefndarmönnum gafst tækifæri á að gera athugasemdir við.
TÞH tilkynnti að fulltrúar sjálfstæðisflokksins í nefndinni yrðu með sérálit.
LMós boðar breytingartillögu á þá leið að einstaklingar með verðtryggð íbúðalán njóti sömu niðurgreiðslu á vaxtakostnaði og lántakar skv. 3. gr. frumvarpsins.
Afgreiðslu frestað.

3) 666. mál - virðisaukaskattur Kl. 08:50
Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti sem nefndarmönnum gafst tækifæri á að gera athugasemdir við.
TÞH tilkynnti að fulltrúar sjálfstæðisflokksins í nefndinni yrðu með sérálit.
Afgreiðslu frestað.

4) 762. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 09:00
Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti sem nefndarmönnum gafst tækifæri á að gera athugasemdir við.
LMós tilkynnti að hún yrði ekki með á álitinu.
BJJ tilkynnti að hann hyggðist leggja fram breytingartillögu sem miðar að því að styrkja rekstrarform sparisjóða sem sjálfseignarstofnana.
Afgreiðslu frestað.

5) 763. mál - innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta Kl. 09:10
Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti sem nefndarmönnum fengu tækifæri til að gera athugasemdir við.
GÞÞ vakti athygli á þörf Íslands fyrir undanþágu frá innstæðutryggingatilskipun ESB.
Afgreiðslu frestað.

6) 779. mál - innheimtulög Kl. 09:20
Dreift var umsögn Lýsingar.

7) 703. mál - hlutafélög Kl. 09:20
Formaður gerði stutta grein fyrir stöðu málsins.

8) 704. mál - neytendalán Kl. 09:20
Formaður tók fram að málið væri enn í vinnslu.

9) Önnur mál. Kl. 09:20
GÞÞ ítrekaði beiðni sína um fund í nefndinni um störf eftirlitsstofnana á sviði efnahagsbrota.
HHj, vakti athygli nefndarmanna á því að þeir hefðu tíma fram að næsta fundi til að koma á framfæri athugasemdum við þau drög að álitum og breytingartillögum sem dreift var á fundinum. Einnig gætu þeir leitað til nefndasviðs um aðstoð.
Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.
LRM og ÞrB voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Fundi slitið kl. 09:25