79. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 7. júní 2012 kl. 13:10


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 13:10
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 13:10
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 13:10
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 13:10
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 13:10
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 13:10
Skúli Helgason (SkH), kl. 13:10
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 13:10

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 779. mál - innheimtulög Kl. 13:10
Formaður, Helgi Hjörvar, lét dreifa drögum að nefndaráliti ásamt breytingartillögu.
Nefndarmönnum var gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin.

HHj, lagði til að málið yrði afgreitt út úr nefndinni:
- Allir með (HHj, GÞÞ, MN, LRM, BJJ, LMós, TÞH, SkH)

HHj tók fram í tilefni af athugasemdum GÞÞ að leitað yrði álits réttarfarsnefndar á breytingartillögunni áður en nefndrálitið færi í dreifingu.

2) 763. mál - innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta Kl. 13:25
Formaður, Helgi Hjörvar, lét dreifa drögum að nefndaráliti ásamt breytingartillögum.
Nefndarmönnum var gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin.

HHj, lagði til að málið yrði afgreitt út úr nefndinni:
- Allir með (HHj, GÞÞ, MN, LRM, BJJ, LMós, TÞH, SkH)
- Með fyrirvara: GÞÞ, TÞH, BJJ og LMós

GÞÞ óskaði eftir því að ráðherra yrði falið að gera viðeigandi stofnunum Evrópusambandsins grein fyrir sjónarmiðum og tillögum Íslands er varða framtíðarfyrirkomulag innstæðutrygginga innan EES. Áður skyldi ráðherra kynna greinargerð sína fyrir utanríkismálanefnd og efnahags- og viðskiptanefnd.

Nefndarmenn ræddu með hvaða hætti best væri að fylgja þessu sjónarmiði eftir gagnvart framkvæmdavaldinu, þ.e. í lagatexta, þingsályktun eða með yfirlýsingu ráðherra. Formaður tók fram að hann myndi skoða málið í samráði við GÞÞ.

3) 762. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 13:30
Formaður, Helgi Hjörvar, lét dreifa drögum að nefndaráliti ásamt breytingartillögum.
Nefndarmönnum var gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin.

HHj, lagði til að málið yrði afgreitt út úr nefndinni:
- Með á áliti (HHj, GÞÞ, MN, LRM, BJJ, TÞH, SkH)
- Með fyrirvara: GÞÞ, TÞH, BJJ
- LMós ekki með.

4) 731. mál - gjaldeyrismál Kl. 13:35
Formaður, Helgi Hjörvar, lét dreifa drögum að áliti ásamt breytingartillögum.
Nefndarmönnum var gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin.

Formaður lagði til að málið yrði afgreitt út úr nefndinni:
- Með á áliti (HHj, LRM, SkH, MN, LMós)
- Með fyrirvara: LMós
- TÞH, GÞÞ og BJJ ekki með.

Í tilefni af athugasemdum GÞÞ við 11. gr. frumvarpsins og fyrri fundarbeiðna hans um störf tilgreindra eftirlitsstofnana, þ.e. meðferð og varðveiðslu upplýsinga sem þær afla í skjóli valdheimilda sinna, boðaði formaður til fundar á mánudagsmorguninn kemur.

5) 653. mál - skattar og gjöld Kl. 13:40
Málið var ekki rætt.

6) 666. mál - virðisaukaskattur Kl. 13:40
Málið var ekki rætt.

7) 703. mál - hlutafélög Kl. 13:40
Málið var ekki rætt.

8) 704. mál - neytendalán Kl. 13:40
Málið var ekki rætt.

9) Önnur mál. Kl. 13:40
Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.
ÞrB var fjarverandi.
SkH var fjarverandi hluta fundarins vegna fundar í allsherjar- og menntamálanefnd sem haldinn var á sama tíma.

Fundi slitið kl. 13:40