66. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 30. apríl 2012 kl. 09:30


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:30
Eygló Harðardóttir (EyH) fyrir BJJ, kl. 09:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:30
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:30
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 09:30
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:30
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:30
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 09:30

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Undirbúningur reglna um hvað teljist eðlilegir og heilbrigðir viðskiptahættir fjármálafyrirtækja. Kl. 09:30
- kl. 9:30 til 10:00 - FME. Þau lýst stöðunni á reglum þessum og ástæðum þess að tafir hafa orðið við framkvæmd og svöruðu spurningum nefndarmanna um efnið.

2) Athugasemdir ESA vegna allsherjarbanns við gengistryggingu lána. Kl. 10:00
-kl. 10:00-10:30 á fundinn komu Þóra m. Hjaltested skrifstofustjóri og Valgerður Rún Benedikstdóttir frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Þær fóru yfir stöðu málsins og lögðu fram bréf sem ráðuneytinu barst frá ESA vegna málsina og að því búnu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

3) 731. mál - gjaldeyrismál Kl. 10:30
–kl. 10:30-11:10 á fundinn komu Arnar Sigurmundsson stjórnarformaður, Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri, Hannes G Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Magnús Harðarson forstöðumaður og Magnús Kristinn Ásgeirsson lögfræðingur frá Kauphöllinni og Yngvi Örn Kristinsson hagræðingur frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Fulltrúar Alþýðusambandsins voru boðaðir en mættu ekki til fundar. Gestir kynntu sín sjónarmið í málinu og að því búnu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

4) 653. mál - skattar og gjöld Kl. 11:10
kl. 11:10-11:25 á fundinn mættu Soffía Eydís Björgvinsdóttir lögfræðingur frá KPMG, Jóna Björk Guðnadóttir hdl., Ingibjörg Árnadóttir, Kristín Elfa Ingólfsdóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Fulltrúar endurskoðunarfyrirtækjanna Deloitte og PWC voru einnig boðaðir en mættu ekki á fundinn. Gestir kynntu nefndinni sín sjónarmið í málinu og að því búnu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

5) 666. mál - virðisaukaskattur Kl. 11:25
-kl. 11:25-11:35 sömu gestir voru boðaðir og í máli 653. Deloitte og PWC voru einnig boðaðir en mættu ekki á fundinn. Gestir fóru yfir athugasemdir við frumvarpið og að því búnu svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.

6) Mál til umsagnar (með fyrirvara um að þeim hafi verið vísað til nefndar). Kl. 11:35


7) önnur mál Kl. 11:35
Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn.
ÞrB og (LRM) voru fjarverandi.

Ritari: Gautur Sturluson

Fundi slitið kl. 11:35