85. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 30. ágúst 2012 kl. 10:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 10:00
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 10:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 10:00
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 10:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 10:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 10:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 778. mál - framtíðarskipan fjármálakerfisins Kl. 10:00
Á fundinn komu Jón Sigurðsson og Kjartan Gunnarsson frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti, Páll Gunnar Pálsson og Benedikt Árnason frá Samkeppniseftirlitinu og Unnur Gunnarsdóttir og Ragnar Hafliðason frá Fjármálaeftirlitinu.

Fulltrúar efnahags- og viðskiptaráðuneytisins kynntu skýrsluna og að því búnu fengu aðrir gestir tækifæri til að lýsa viðhorfum sínum til skýrslunnar. Gestirnir svöruðu síðan spurningum nefndarmanna.

Um kl. 11:00 yfirgáfu ofangreindir gestir fundinn og inn á fundinn komu Örn Arnarson og Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Magnús Harðarson og Magnús Kristinn Ásgeirsson frá Kauphöllinni (Nasdaq OMX Iceland), Þórey Þórðardóttir og Gunnar Baldvinsson frá Landssamtökum lífeyrissjóða og Viðar Ingason frá Viðskiptaráði Íslands.

Gestirnir fengu tækifæri til að lýsa viðhorfum sínum til skýrslunnar og svöruðu þar á eftir spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál. Kl. 11:55
Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn.
ÞrB var fjarverandi.
GÞÞ var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Fundi slitið kl. 11:55