4. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 8. október 2012 kl. 10:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 10:00
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 11:15
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:00
Jón Bjarnason (JBjarn), kl. 10:35
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 10:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 10:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 10:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 101. mál - skattar og gjöld Kl. 10:00
Á fundinn kom Ingibjörg Helga Helgadóttir frá efnahags- og fjármálaráðuneytinu og kynnti frumvarpið. Að kynningu lokinni svaraði hún spurningum nefndarmanna.

2) 106. mál - verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir Kl. 10:20
Á fundinn kom Guðbjörg Eva Baldursdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og kynnti frumvarpið. Að kynningu lokinni svaraði hún spurningum nefndarmanna.

Fulltrúi ráðuneytisins afhenti á fundinum ódags. minnisblað sem ber heitið "Kynning á frumvarpi til breytinga á lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingasjóði og fagfjárfestasjóði."

Óskað var á fundinum eftir minnisblaði ráðuneytisins varðandi tilgreindan þátt málsins.

3) 93. mál - bókhald Kl. 10:30
Málið var rætt samhliða máli nr. 94 (ársreikningar)
Á fundinn kom Harpa Theadórsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og kynnti frumvarpið. Að kynningu lokinni svaraði hún spurningum nefndarmanna.

4) 94. mál - ársreikningar Kl. 10:30
Málið var rætt samhliða máli nr. 93 (bókhald)
Á fundinn kom Harpa Theadórsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og kynnti frumvarpið. Að kynningu lokinni svaraði hún spurningum nefndarmanna.

5) 92. mál - öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum Kl. 10:50
Á fundinn kom Erna Jónsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og kynnti frumvarpið. Að kynningu lokinni svaraði hún spurningum nefndarmanna.

Formaður óskaði eftir minnisblaði varðandi tilgreindan þátt málsins.

Óskað var á fundinum eftir minnisblaði ráðuneytisins varðandi tilgreindan þátt málsins.

6) 102. mál - hlutafélög Kl. 11:00
Á fundinn kom Jón Ögmundur Þormóðsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og kynnti frumvarpið. Að kynningu lokinni svaraði hann spurningum nefndarmanna.

Óskað var á fundinum eftir uppfærðum lista yfir opinber hlutafélög.

7) 103. mál - innheimtulög Kl. 11:10
Á fundinn kom Jón Ögmundur Þormóðsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og kynnti frumvarpið. Að kynningu lokinni svaraði hann spurningum nefndarmanna.

8) Önnur mál. Kl. 11:25
Rætt var um framlögð gögn fjármálaráðuneytisins vegna beiðni GÞÞ sem afhent voru á síðasta fundi.
Rætt var um efni fundargerða í tilefni af athugasemdum PHB.

PHB óskaði eftir fundi í nefndinni er varðar skattgreiðslur lögaðila.
GÞÞ óskaði eftir fundi í nefndinni er varðar greiðslur til fulltrúa í slitastjórnum.

MT áheyrnarfulltrúi var fjarverandi.
MSch var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:30