5. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 10. október 2012 kl. 09:30


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:20
Jón Bjarnason (JBjarn), kl. 09:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:30
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:30
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:30
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:30

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 101. mál - skattar og gjöld Kl. 09:30
Á fundinn komu Ingvar Rögnvaldsson og Guðrún Jenný Jónsdóttir frá ríkisskattstjóra, Haraldur Ingi Birgisson frá Viðskiptaráði Íslands, Magnús Ásgeirsson frá Kauphöll Íslands, Jóna Björk Guðnadóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Svandís Sigmarsdóttir frá Umboðsmanni skuldara.
Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Umsögn SFF var dreift á fundinum.

2) 93. mál - bókhald Kl. 10:10
Málið var rætt samhliða mál nr. 94 (ársreikningar).
Á fundinn komu Skúli Jónsson, Guðrún Jenný Jónsdóttir og Ingvar Rögnvaldsson frá ríkisskattstjóra, Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Sturla Jónsson og Jón Rafn Ragnarsson frá Félagi löggiltra endurskoðenda, María Rúriksdóttir og Berglind Helga Jónsdóttir frá Fjármálaeftirlitinu, Haraldur Ingi Birgisson frá Viðskiptaráði Íslands og Árni Þór Hlynsson frá Félagi bókhaldsstofa. Einnig sat fundinn Harpa Theodórsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Fulltrúar frá Félagi viðurkenndra bókara höfðu verið boðaðir til fundarins en mættu ekki.
Gestirnir, aðrir en fulltrúi ráðuneytisins sem óskað hafði áheyrnar, lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 106. mál - verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir Kl. 10:36
Á fundinn komu Skúli Jónsson, Guðrún Jenný Jónsdóttir og Ingvar Rögnvaldsson frá ríkisskattstjóra, Vigdís Sveinsdóttir og Berglind Helga Jónsdóttir frá Fjármálaeftirlitinu, Harpa Jónsdóttir frá Seðlabanka Íslands, Vilhjálmur Bjarnason frá Samtökum fjárfesta, Jóna Björk Guðnadóttir og Haraldur Örn Ólafsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Haraldur I. Birgisson frá Viðskiptaráði Íslands.
Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 92. mál - öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum Kl. 11:00
Á fundinn komu Hjálmar Brynjólfsson frá Fjármálaeftirlitinu, Guðmundur Kr. Tómasson frá Seðlabanka Íslands, Jóna Björk Guðnadóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Haraldur I. Birgisson frá Viðskiptaráði Íslands.
Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Umsögn Seðlabankans við frumvarpið var dreift á fundinum.
Fulltrúi Seðlabankans á fundinum afhenti á fundinum minnisblað frá 10. október 2012 sem ber heitið "Greiðslumiðlun í fjármálaáfalli".

5) 103. mál - innheimtulög Kl. 11:20
Á fundinn komu Björg Sigurgísladóttir og Valdimar Gunnar Hjartarson frá Fjármálaeftirlitinu, Halldór Oddson frá ASÍ, Dóra Sif Tynes frá Lögmannafélagi Íslands og Haraldur I. Birgisson. Einnig sat fundinn Jón Ögmundur Þormóðsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Gestirnir, aðrir en ráðuneytisins sem óskað hafði áheyrnar, lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Umsögn LMFÍ var dreift á fundinum.

Formaður, HHj, gerði 10 min hlé að loknum þessum dagskrárlið sem stóð frá 11:35 til 11:45.

6) Fundargerðir. Kl. 11:45
Formaður, HHj, vakti athygli nefndarmanna á því að drög að fundargerðum 1., 2., 3. og 4. fundar hefðu verði sendar nefndarmönnum á tölvupóst. Engar athugasemdir komu fram og skoðast þær samþykktar.

7) EES-mál. Kl. 10:45
Formaður, HHj, vakti athygli nefndarmanna á EES-máli sem nefndin hefur fengið sent til umsagnar frá utanríkismálanefnd, sbr. tölvupóst ritara utanríkismálanefndar 5. október sl. sem sendur var ásamt staðalskjali og yfirlitsblaði.
Fram kemur í tölvupóstinum að utanríkismálanefnd hafi fengið tilgreinda tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins, sem er til meðferðar í vinnuhópi EFTA, til mats á því hvort efnislegra aðlagana sé þörf. Efni tilskipunarinnar varðar neytendalán, nánar tiltekið útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnaðar (Commission Directive 2011/90/EU of 14 November 2011 amending Part II of Annex I to Directive 2008/48/EC of the European Parliament and of the Council providing additional assumptions for the calculation of the annual percentage rate of charge).
Veittur umsagnarfrestur er til 22. október næst komandi. Nefndin samþykkti að leita eftir afstöðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til málsins.

8) 102. mál - hlutafélög Kl. 11:50
Á fundinn komu Jón Gunnar Jónsson frá Bankasýslu ríkisins, Halldór Oddsson frá Alþýðusambandi Íslands og Haraldur I. Birgisson frá Viðskiptaráði Íslands. Einnig sat fundinn Jón Ögmundur Þormóðsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Fulltrúar RÚV höfðu verið boðaðir til fundarins en mættu ekki.
Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

9) Önnur mál. Kl. 12:10
PHB ítrekaði beiðni um fund í nefndinni sem varðar skattgreiðslur lögaðila.

MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.
JBjarn vék af fundi um kl. 11:00.
LRM, 1. varaformaður, stýrði fundinum frá kl. 10:45 til 11:20 í fjarveru formanns, HHj, sem vék tímabundið af fundinum.
BJJ og MSch voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 12:10