6. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 15. október 2012 kl. 10:05


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 10:05
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 10:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:05
Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir (HLÞ) fyrir LRM, kl. 10:05
Jón Bjarnason (JBjarn), kl. 10:30
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 10:05
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 10:05
Skúli Helgason (SkH), kl. 10:20

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 103. mál - innheimtulög Kl. 10:05
Á fundinn komu Matthildur Sveinsdóttir og Þórunn Anna Árnadóttir frá Neytendastofu, Hildigunnur Hafsteinsdóttir frá Neytendasamtökunum og Jón Ögmundur Þormóðsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Fundargerðir. Kl. 10:20
Formaður, HHj, vakti athygli nefndarmanna á því að drög að fundargerð 5. fundar hefðu verði send nefndarmönnum á tölvupóst. Engar athugasemdir komu fram og skoðast þær samþykktar.

3) EES-mál. Kl. 10:25
Formaður, HHj, vakti athygli á því að afstöðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hefði verið leitað eins og óskað var eftir á síðasta fundi nefndarinnar, sbr. tölvupóst ritara til nefndarmanna frá 11. október sl.
(Commission Directive 2011/90/EU of 14 November 2011 amending Part II of Annex I to Directive 2008/48/EC of the European Parliament and of the Council providing additional assumptions for the calculation of the annual percentage rate of charge).
Nefndin taldi að athugasemdir ráðuneytisins gæfu ekki tilefni til sérstakrar umsagnar til utanríkismálanefndar.

4) 101. mál - skattar og gjöld Kl. 10:30
Á fundinn kom Ingibjörg Helga Helgadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hún fór yfir viðbrögð ráðuneytisins við framkomnum umsögnum og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 93. mál - bókhald Kl. 10:45
Málið var rætt samhliða máli nr. 94 (ársreikningar).
Á fundinn kom Harpa Theadórsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hún fór yfir viðbrögð ráðuneytisins við framkomnum umsögnum og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) 92. mál - öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum Kl. 11:10
Á fundinn kom Erna Jónsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hún fór yfir viðbrögð ráðuneytisins við framkomnum umsögnum og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) 106. mál - verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir Kl. 11:15
Á fundinn kom Guðbjörg Eva Baldursdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Hún fór yfir viðbrögð ráðuneytisins við framkomnum umsögnum og svaraði spurningum nefndarmanna.

8) 102. mál - hlutafélög Kl. 11:27
Þessum dagskrárlið var frestað.

9) 9. mál - þak á hækkun verðtryggingar og lækkun vaxta Kl. 11:28
Fundarstjóri, SkH, lagði til að málinu yrði vísað til umsagnar. Samþykkt.

10) Mál til umsagnar. Kl. 11:28
Fundarstjóri, SkH, lagði til að máli nr. 60 (endurgreiðsla skatts vegna kaupa á varmatækjum) yrði vísað til umsagnar. Samþykkt.

11) Önnur mál. Kl. 11:30
Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.
MSch var fjarverandi.
SkH stýrði fundi í fjarveru HHj sem yfirgaf fundinn um 11:10.

Fundi slitið kl. 11:30