15. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 5. nóvember 2012 kl. 09:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:35
Jón Bjarnason (JBjarn), kl. 09:15
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:00
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00

EyH var fjarverandi.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2013 Kl. 09:00
Á fundinn komu Páll Gunnar Pálsson og Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson frá Samkeppniseftirlitinu og gerðu grein fyrir fjárheimildum eftirlitsins. Gestirnir svöruðu einnig spurningum nefndarmanna.

Dreift var á fundinum afriti af bréfi Samkeppniseftirlitsins til fjárlaganefndar Alþingis, dags. 2. október 2012.
Gestirnir létu einnig dreifa glæruyfirliti sem ber heitið "Fjárlög - Samkeppniseftirlitið".

Um kl. 9:20 og eftir að ofangreindir fulltrúar Samkeppniseftirlitsins höfðu yfirgefið fundarherbergið komu á fundinn Ingibjörg Stefánsdóttir og Þorsteinn Maríusson frá Fjármálaeftirlitinu. Gestirnir gerðu grein fyrir fjárheimildum eftirlitsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 220. mál - neytendalán Kl. 09:40
Á fundinn komu Berlind Helga Jónsdóttir frá Fjármálaeftirlitinu, Hildigunnur Hafsteinsdóttir frá Neytendasamtökunum, Hildur Leifsdóttir frá Samkeppniseftirlitinu, Ásta S. Helgadóttir frá Umboðsmanni skuldara og Aðalsteinn Sigurðsson og Arnar Kristinsson meistarnámsnemar við Bifröst. Gestirnir lýstu sjónarmiðum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 103. mál - innheimtulög Kl. 10:35
Á fundinn komu Hildur Leifsdóttir frá Samkeppniseftirlitinu og Sigurður Arnar Jónsson frá Motus ehf. kröfuþjónustu. Gestirnir lýstu sjónarmiðum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 101. mál - skattar og gjöld Kl. 11:00
Á fundinn komu Ingvar Rögnvaldsson og Jón Á. Trygvason frá ríkisskattstjóra. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna varðandi 3. gr. frumvarpsins og atriði er snerta skattlagningu hugverkaréttinda.

5) 92. mál - öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum Kl. 11:25
Formaður, HHj, lét dreifa drögum að nefndaráliti ásamt breytingum og lagði til að málið yrði afgreitt til 2. umræðu.
Enginn mótmælti úttekt málsins.
Með á áliti meiri hlutans (HHj, MSch, LRM, SkH, GÞÞ, PHB, BVG)
PHB og GÞÞ óskuðu á fundinum eftir umhugsunarfresti (eftir fund tilkynnti PHB að þeir yrðu með fyrirvara við málið).
LMós ekki með á áliti meiri hluta.
MT styður málið ekki.

6) 106. mál - verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir Kl. 11:35
Umræðu frestað.

7) 94. mál - ársreikningar Kl. 11:35
Umræðu frestað.

8) 102. mál - hlutafélög Kl. 11:35
Umræðu frestað.

9) Fundargerðir. Kl. 11:35
Umræðu frestað.

10) EES-mál. Kl. 11:35
Umræðu frestað.

11) Önnur mál. Kl. 11:35
Fleira var ekki rætt.

EyH var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:35