18. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 14. nóvember 2012 kl. 09:00


Mættir:

Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:00
Jón Bjarnason (JBjarn), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:00
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00

HHj var fjarverandi.
LRM vék af fundi um kl. 10:00 en kom aftur um kl. 11:00.
EyH vék af fundi um kl. 10:00 en kom aftur um kl. 11:50.
SkH vék af fundi um kl. 11:00 en kom aftur um kl. 11:30.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2013 Kl. 09:00
Á fundinn komu Mariona Melsted og Björn Rögnvaldsson frá Hagstofu Íslands og Maríanna Jónasdóttir frá fjármálaráðuneyti. Farið var yfir nýja þjóðhagsspá Hagstofunnar. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 220. mál - neytendalán Kl. 10:10
Á fundinn komu:
- Frá kl. 10:10 til 10:30 - Maria Elvira Mendez Pinedo, lagaprófessor við HÍ
- Frá kl. 10:30 til 11:00 - Sigurður Jón Björnsson og Einar Jónsson frá Íbúðalánasjóði, Jóna Björk Guðnadóttir, Haukur Agnarsson, Birkir Ívar Guðmundsson, Einar Georgsson og Unnur E. Jónsdóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Haukur Örn Birgisson frá Útlánum og Helga Benediktsdóttir frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Elvira Mendez afhenti nefndinni ýmis gögn á fundinum og eftir fundinn.

3) 216. mál - útgáfa og meðferð rafeyris Kl. 11:05
Á fundinn komu Páll Kolka Ísberg og Sigríður Rafnar Pétursdóttir frá Seðlabanka Íslands, Berglind Helga Jónsdóttir og Linda.. frá Fjármálaeftirlitinu og Leó Kolbeinsson frá Neytendastofu.
Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fundarstjóri óskaði eftir að athugasemdir Seðlabankans við frumvarpið sem fram komu á fundinum yrðu sendar nefndinni í formi minnisblaðs.
Fulltrúi Neytendastofu bauðst til að koma á framfæri við nefndina umsögn við málið.

4) 106. mál - verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir Kl. 11:45
Á fundinn kom Guðbjörg Eva Baldursdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og gerði nefndinni grein fyrir tilgreindum þáttum málsins sem eru til skoðunar í ráðuneytinu.
Fulltrúi Seðlabankans sem hafði verið boðaður til að svara fyrirspurn nefndarinnar frá 14. fundi nefndarinnar forfallaðist.

5) 103. mál - innheimtulög Kl. 11:50
Á fundinn kom Jón Ögmundur Þormóðsson og fór yfir tillögur sem ráðuneytið leggur til við nefndina að gerðar verði á frumvarpinu.
Dreift var samantekt ritara við málið.

6) 93. mál - bókhald Kl. 12:00
Dreift var samantekt ritara um málið.

7) 94. mál - ársreikningar Kl. 12:00
Dreift var samantekt ritara um málið.

8) Önnur mál. Kl. 12:05
MSch, 2. varaformaður, stýrði fundinum í fjarveru formanns HHj að frátöldu fyrsta dagskrármálinu sem LRM, 1. varaformaður.

Fundarstjóri lagði til að eftirtöldum málum yrði vísað til umsagnar sem var samþykkt:
- máli nr. 239 (aðskilnaður peningamyndunar og útlánastarfsemi bankakerfisins)
- máli nr. 118 (breytingar á skattkerfi til að styrkja íslenskan hugverkaiðnað)

Fundi slitið kl. 12:05