19. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 19. nóvember 2012 kl. 09:05


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:05
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:55
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:40
Jón Bjarnason (JBjarn), kl. 09:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:50
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:05
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 10:20
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:20
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:05
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:05

JBjarn vék af fundi kl. 10:30.
EyH vék af fundi kl. 10:45.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) EES-mál (Eftirlitskerfi með fjármálamörkuðum í Evrópu). Kl. 09:05
Með tölvupósti ritara utanríkismálanefndar sem barst 24. október sl. var efnahags- og viðskiptanefnd gefinn kostur á að greina frá afstöðu sinni til þess hvort efnislegra aðlagana væri þörf við upptöku þriggja tilgreindra reglugerða í EES-samninginn sem varða nýtt eftirlitskerfi með fjármálamarkaði Evrópusambandsins.

Fundurinn var haldinn í fundarherbergi fjárlaganefndar og undir þessum dagskrárlið var fulltrúum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og utanríkismálanefnd boðið að sitja. Af þeim fulltrúum mættu Árni Þór Sigurðsson, Árni Páll Árnason, Valgerður Bjarnadóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir ásamt ritara utanríkismálanefndar.

Á fundinn komu Bergþór Magnússon og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneytinu, Leifur Arnkell Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

Gestirnir gerðu grein fyrir stöðu málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Dreift var á fundinum álitsgerð Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar um stjórnskipulegar heimildir landsréttar og möguleika á innleiðingu reglugerða ESB um eftirlit með fjármálamörkuðum í EES-samningnum auk þeirra minnisblað sem fylgdu með tölvupósti ritara utanríkismálanefndar frá 24. október sl.

2) 220. mál - neytendalán Kl. 10:30
Á fundinn komu Hákon Stefánsson frá Credit Info og Guðmundur Ásgeirsson og Ólafur Garðarsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna.
Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 94. mál - ársreikningar Kl. 10:20
Formaður, HHj, lét dreifa drögum að nefndaráliti.
Nefndarmenn fengu tækifæri til að gera athugasemdir.
Afgreiðslu málsins frestað.

4) 93. mál - bókhald Kl. 10:20
Málið rætt samhliða mál nr. 94 (ársreikningar)

5) 103. mál - innheimtulög Kl. 10:20
Formaður, HHj, lét dreifa drögum að nefndaráliti.
Nefndarmenn fengu tækifæri til að gera athugasemdir.
Afgreiðslu málsins frestað.

6) 264. mál - niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar Kl. 11:30
Ofangreint dagskármál var ranglega tilgreint á dagskránni og hefði með réttu átt að vera mál nr. 364 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins). Formaður lagði til að máli 364 yrði vísað til umsagnar. Samþykkt.

7) 288. mál - opinber innkaup Kl. 11:30
Formaður lagði til að málinu yrði vísað til umsagnar. Samþykkt.

8) Önnur mál. Kl. 11:30
Formaður lagði tli að máli nr. 40.(endurskipulagning á lífeyrissjóðakerfinu) yrði vísað til umsagnar. Samþykkt.

GÞÞ óskað eftir minnisblaði FME í framhaldi af fundi efnahags- og viðskiptanefndar með fulltrúum FME 17. október sl. varðandi greiðslur til fulltrúa slitastjórna.

Formaður, HHj, lagði til að beiðni PHB að leitað yrði álits sérfræðinga við Viðskiptadeild Háskóla Íslands við mál nr. 176 (hringferli fjár).

Fundi slitið kl. 11:30