20. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 21. nóvember 2012 kl. 10:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 10:00
Birkir Jón Jónsson (BJJ) fyrir EyH, kl. 10:35
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 10:00
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 10:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 10:00

LMós vék af fundi um kl. 10:45.
MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn.
SkH, LMós og JBjarn voru fjarverandi.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 93. mál - bókhald Kl. 10:00
Mál nr. 93 (bókhald) og mál nr. 94 (ársreikningar) voru rædd samhliða.

Á fundinn komu Harpa Theodórsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Ingvar Rögnvaldsson og Skúli Jónsson frá ríkisskattstjóra. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarinnar varðandi gagnsæi eignarhalds, sbr. 7. gr. frumvarpsins, og úrræði ársreikningaskrár vegna vaskila á ársreikningum.

Dreift var á fundinum minnisblaði ríkisskattstjóra frá 13. nóvember 2012 til formanns efnahags- og viðskiptanefndar, HHj, sem ríkisskattstjóri sendi að beiðni formanns.

2) 103. mál - innheimtulög Kl. 10:45
Á fundinn kom Jón Ögmundur Þormóðsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti til að svara spurningum nefndarmanna.
Formaður, HHj, óskaði eftir að fulltrúi fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins kæmi á fund nefndarinnar til að gera grein fyrir kostnaðarumsögn ráðuneytisins sem fylgir frumvarpinu.

3) 101. mál - skattar og gjöld Kl. 10:50
Umræðu frestað en fulltrúi fjármálaráðuneytisins hafði verið boðaður á fundinn og beið frammi á gangi.

4) 92. mál - öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum Kl. 10:50
Formaður, HHj, lagði til að málið yrði afgreitt til 2. umræðu.
Samþykkt (HHj, MSch, LRM, PHB, BJJ).

Fundi slitið kl. 10:50