22. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 26. nóvember 2012 kl. 10:35


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 10:35
Álfheiður Ingadóttir (ÁI) fyrir LRM, kl. 10:35
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:55
Jón Bjarnason (JBjarn), kl. 10:35
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 10:35
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 10:35
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:35
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 10:35
Siv Friðleifsdóttir (SF) fyrir EyH, kl. 10:35

SkH var fjarverandi.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 288. mál - opinber innkaup Kl. 10:35
Á fundinn komu Guðrún Ögmundsdóttir og Haraldur Steinþórsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestirnir kynntu frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.


2) 216. mál - útgáfa og meðferð rafeyris Kl. 11:10
Á fundinn komu Vigdís Hauksdóttir, Halldóra G. Steindórsdóttir og Erla Þ. Pétursdóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja.
Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Á fundinum var dreift umsögn SFF við frumvarpið.

3) 103. mál - innheimtulög Kl. 11:30
Fulltrúi fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins var boðaður til fundarins en hann koma ekki.
Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti og breytingartillögum.
Afgreiðslur frestað.

4) 93. mál - bókhald Kl. 11:30
Málið rætt samhliða máli nr. 94 (ársreikningar).
Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti og breytingartillögum.
Á fundinum var dreift tveimur tölvupóstum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá 19. nóvember sl annars vegar og 25. nóvember sl. hins vegar sem geyma svör við spurningum nefndarritara varðandi einstök atriði frumvarpsins.
Þá var dreift minnisblaði sama ráðuneytis frá 23. nóvember til nefndarinnar sem varða 7. gr. frumvarpsins til laga um breytingar á lögum um ársreikninga sem fjallar um gagnsæi eignarhalds.
Á fundinum gerðu einstakir nefndarmenn athugasemdir við umrædda 7. gr. frumvarpsins.
Afgreiðslu mála nr. 93 og 94 frestað.

5) 94. mál - ársreikningar Kl. 11:30
Málið rætt samhliða máli nr. 93 (bókhald).

6) 106. mál - verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir Kl. 11:30
Formaður tók fram að enn væri beðið eftir svörum Seðlabanka Íslands við fyrirspurn nefndarinnar frá 14. fundi nefndarinnar.

7) EES-mál - eftirlitskerfi með fjármálamörkuðum Evrópu. Kl. 11:30
Formaður lét dreifa umsögn sem nefndarmönnum var gefinn kostur á að ræða.
Afgreiðslu frestað.

8) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 11:30
Dreift var á fundinum beiðni formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um umsögn efnahags- og viðskiptanefndar við 13. (eignarréttur) og 71. gr. frumvarps (skattar) til stjórnarskipunarlaga.
Formaður, HHj, lagði til að frumvarpinu yrði vísað til umsagnar með umsagnarfresti til 6. desember næst komandi.
Formaður bað nefndarmenn um að koma beiðnum um umsagnaraðila á framfæri fyrir hádegi á morgun og tók fram að stefnt yrði á að senda út drög að umsagnarlista á nefndarmenn fyrir lok dags í dag.

Nefndarmenn telja að framangreind ákvæði sem óskað er umsagnar um tengist öðrum ákvæðum er varða eignarhald á náttúruauðlindum, þjóðaratkvæðagreiðslum (þar sem ekki er gert ráð fyrir að skattamál verði send í þjóðaratkvæði) og fjárfestingum erlendra aðila hér á landi.

9) Önnur mál. Kl. 11:55
JBjarn óskaði eftir fundi um stöðu sparisjóðanna ásamt fulltrúum Bankasýslu ríkisins.
LMós óskaði eftir fundi um famgang rannsóknar á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna.
PHB ítrekaði beiðni sína um fund í nefndinni er varðar skattgreiðslur lögaðila með tilgreindum endurskoðanda.

Fundi slitið kl. 12:00