24. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 28. nóvember 2012 kl. 09:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:00
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:00
Jón Bjarnason (JBjarn), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:00
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00

MT áheyrnarfulltrúi var fjarverandi.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 103. mál - innheimtulög Kl. 09:00
Á fundinn kom Lúðvík Guðjónsson frá fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins og svaraði spurningum nefndarmanna varðandi kostnaðarumsögn ráðuneytisins sem fylgir frumvarpinu.

2) 220. mál - neytendalán Kl. 09:20
Á fundinn kom Guðmundur Kári Kárason frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti til að fara yfir viðbrögð ráðuneytisins við framkomnum umsögnum í málinu. Gesturinn svaraði spurningum nefndarmanna.

Dreift var minnisblaði ráðuneytisins til nefndarinnar er varðar ofangreint, dags. 27. nóv. 2012.

3) Staða sparisjóðanna og staða Sparisjóðsins AFL. Kl. 10:15
Á fundinn komu Ari Teitsson og Ragnar Birgisson frá Sambandi íslenskra sparisjóða, Páll Gunnarsson frá Samkeppniseftirlitinu, Jón G. Jónsson og Karl Finnbogason frá Bankasýslu ríkisins, Gunnar Karl Guðmundsson frá AFL sparisjóði, Jónína Lárusdóttir og Guðmundur Thorlacius Ragnarsson frá Arion banka og Björk Sigurgísladóttir og Ólafur Orrason frá Fjármálaeftirlitinu.
Fundarbeiðandi: JBjarn
Formaður, HHj, gaf fundarbeiðanda tækifæri á að hefja umræðuna en að því búnu fengu gestir tækifæri til að reifa viðhorf sín til málsins. Gestirnir svöruðu síðan spurningum nefndarmanna.

Rætt var um stöðu sparisjóðakerfisins almennt en einnig fyrirhuguð áform Arion banka um að sameina AFL bankanum.

JBjarn óskaði eftir skriflegri greinargerð FME um málefni AFL.
Fulltrúar FME fóru þess á leit að beiðni JBjarn yrði send skriflega til efitlitsins. Formaður tók því vel en vakti um leið athygli fulltrúa FME á 51. gr. þingskaparlaga.

Dreift var á fundinum ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli nr. 18/2012, Kaup Landsbanka Íslands hf. á rekstri og eignum Sparisjóðs Svarfdæla.
Dreift var á fundinum afriti af tilboði Arion til allra stofnfjáreigenda AFLs til kaupa á stofnbréfum.
Dreif var á fundinum erindi Sambands íslenskra sparisjóða sem ber yfirskriftina "Þakkir til Alþingis fyrir jákvæða afstöðu til sparisjóðanna".

4) 103. mál - innheimtulög Kl. 11:50
Umræðu frestað.

5) 93. mál - bókhald Kl. 11:50
Málið rætt samhliða mál nr. 94 (ársreikningar)
Á fundinum var dreift drögum að nefndaráliti ásamt breytingartillögum sem nefndarmönnum gafst færi á að gera athugasemdir við.
Formaður fór yfir tillögur meiri hlutans til breytinga á frumvörpunum og lagði svo til að málið yrði afgreitt til 2. umræðu. Enginn andmælti afgreiðslu málsins.
- Meiri hlutinn (HHj, LRM, SkH, MSch, JBjarn) skrifar undir drögin, þar af einn með fyrirvara (JBjarn).
- EyH boðaði sérálit.
- LMós boðaði sérálit, sbr. þrjár tillögur til breytingar sem LMós sendi nefndinni með tölvupósti, 27. nóv. sl.
- GÞÞ og PHB áskildu sér rétt til að kynna sér álit meiri hlutans.

6) Önnur mál. Kl. 12:00
EES-mál
Formaður, HHj, lét dreifa drögum að umsögn til utanríkismálanefndar í tengslum við EES mál (eftirlit með fjármálamörkuðum í Evrópu).
Formaður lagði til að málið yrði tekið til afgreislu af hálfu meiri hlutans en gaf öðrum nefndarmönnum frest til loka dags til að gera upp hug sinn hvort þeir yrðu með á umsögninni.
Engar athugasemdir komu fram við þessa tilhögun formanns við afgreiðslu málsins.

Mál nr. 415 (frumvarp til stjórnskipunarlaga)
Nefndin ræddi málsmeðferð í málinu og var nefndarmönnum gefinn kostur á að óska eftir umsagnaraðilum.

GÞÞ ítrekaði beiðni frá síðasta fundi varðandi Byr og Spkef annars vegar og FME hins vegar. Beiðni GÞÞ var bókuð undir dagskrárliðnum "önnur mál" á síðasta fundi.

Fundi slitið kl. 12:10