27. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 09:10


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 10:30
Birkir Jón Jónsson (BJJ) fyrir EyH, kl. 09:10
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:10
Jón Bjarnason (JBjarn), kl. 09:10
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:10
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:10
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:10
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:10
Skúli Helgason (SkH), kl. 10:30

MSch stýrði fundi frá kl. 9:10 til 10:30 í fjarveru formanns, HHj.
LMós boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.
JBjarn vék af fundi kl. 10:30.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 09:10
Á fundinn komu Magnús Thoroddsen fyrrv. Hæstaréttardómari og hrl., Gísli Tryggvason fyrrv. fulltrúi á Stjórnlagaráði, Sigurður Líndal, prófessor við Háskólann á Bifröst, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofunni. Níels Einarsson forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar sem staddur var í Noregi tók einnig þátt í fundinum með aðstoð símfundarbúnaðar.
Nefndin fékk málið sent til umsagnar frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og voru gestir fundarins inntir álits á 13. gr. (eignarréttur) og 34. gr. (náttúruauðlindir) með hliðsjón af eftirtöldum atriðum:
- Er um breytingu að ræða frá gildandi stjórnarskrá?
- Er um nýmæli að ræða?
- Er efni í skilabréfi sérfræðihóps sem nefndin þarf að kanna eða taka afstöðu til?
- Er ákvæði nógu skýr og eru skýringar í greinargerð nógu skýrar?
- Efnislegar athugasemdir varðandi ofangreind atriði og efni ákvæða?

Eftir að gestirnir höfðu lýst viðhorfum sínum til málsins svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.

Dreift var á fundinum eftirtöldum gögnum sem komið hafði verið á framfæri við nefndina:
- Umsögn Sigurðar Líndal um tilgreind ákvæði frumvarpsins, nánar tiltekið 13. (eignarrét), 25. (atvinnufrelsi) og 34. gr. (náttúruauðlindir) sem atvinnuveganefnd Alþingis óskaði eftir.
- Grein Sigurðar Línda um "Hugtakið þjóðareign" sem birtist í 1 tbl. Úlfjóts 2012.
- Grein Eyvindar G. Gunnarssonar um "Takmarkanir á eignarráðum erlendra aðila yfir fasteignum á Íslandi" sem birt er í 1. tbl. ritsins Stjórnmál og Stjórnsýsla 2012.

2) 473. mál - vörugjöld og tollalög Kl. 10:30
Á fundinn komu:
- Frá kl. 10:30 til 11:00 - Sigurður Guðmundsson og Ögmundur Hrafn Magnússon frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Hörður Davíð Harðarson frá tollstjóra. Fulltrúar ráðuneytisins kynntu frumvarpið.
- Frá kl. 11:00 til 12:00 - Andrés Magnússon og Haraldur Jónsson (Innes) frá Samtökum verslunar og þjónustu, Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins, Bjarni Már Gylfason og Ragnheiður Héðinsdóttir frá Samtökum iðnaðarins, Almar Guðmundsson og Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, Hólmfríður Þorgeirsdóttir, Elva Gísladóttir og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir.

Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Dreift var á fundinum umsögn Landlæknis og umsögn Samtaka verslunar og þjónustu.

3) Önnur mál. Kl. 12:05
Formaður, HHj, lagði til að mál nr. 468 (ráðstafanir í ríkisfjármálum) og mál nr. 473 (vörugjöld og tollar) yrði vísað til umsagnar með umsagnarfresti til og með fimmtudag í næstu viku. Samþykkt.

GÞÞ óskaði eftir umræðu um skuldauppgjör atvinnufyrirtækja að viðstöddum tilgreindum gestum.

Með vísan til umfjöllunar á 25. fundi nefndarinnar tók formaður fram að hann væri reiðubúinn að halda áfram umfjöllun um skattlagningu lögaðila.

Fundi slitið kl. 12:05