29. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 12. desember 2012 kl. 08:30


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 08:30
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 08:45
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 08:40
Jón Bjarnason (JBjarn), kl. 08:55
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 08:50
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 08:30
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 08:30
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:30
Skúli Helgason (SkH), kl. 08:40

MT áheyrnarfulltrú sat ekki fundinn.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Skattlagning lögaðila. Kl. 08:30
PHB óskaði upphaflega eftir því að Þorsteinn Haraldsson, löggiltur endurskoðandi, kæmi á fund nefndarinnar til að ræða skattlagningu lögaðila. Þorsteinn kom á 25. fund nefndarinnar sem haldinn var 3. desember sl. Í framhaldi af þeim fundi óskaði formaður efnahags- og viðskiptanefndar eftir því að ríkisskattstjóri yrði boðaður á fund nefndarinnar.

Á fundinn komu Skúli Eggert Þórðarson, Aðalsteinn Hákonarson og Ingvar Rögnvaldsson frá ríkisskattstjóra.

Allir nefndarmenn (HHj, PHB, MSch, LMós, SkH, GÞÞ, EyH, LRM, JBjarn) samþykktu að undirgangast trúnað um efni fundarins að því leyti sem umfjöllunin varðaði atriði sem háð eru fyrirmælum laga um þagnarskyldu, sbr. a-c. lið 1. mgr. 1. gr. og 1. mgr. 3. gr., sbr. og 1. mgr. 10. gr. reglna um meðferð trúnaðarupplýsinga. Trúnaðarupplýsingarnar voru veittar munnlega, sbr. 3. mgr. 1. gr. reglnanna.

Í lok umfjöllunar var óskað eftir því að ríkisskattstjóri kæmi á framfæri minnisblaði við nefndina með athugasemdum um tilgreind atriði skattalaga er snúa að skattlagningu lögaðila.

2) 468. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 09:20
Á fundinn kom Guðmundur Jóhann Árnason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gesturinn lýsti viðhorfum ráðuneytisins til tillögu GÞÞ er varðar breytingu á lögum um stimpilgjald.

3) 103. mál - innheimtulög Kl. 09:45
Á fundinn kom Jón Ögmundur Þormóðsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti til að fara yfir minnisblað þar sem fram koma svör ráðuneytisins við tilgreindum spurningum formanns nefndarinnar.
Gesturinn svaraði einnig spurningum nefndarmanna sem bornar voru upp á fundinum.

Umrætt minnisblað er dagsett 11. desember 2012. Því var dreift á fundinum.

4) 216. mál - útgáfa og meðferð rafeyris Kl. 10:10
Á fundinn kom Guðmundur Kári Kárason frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti til að fara yfir minnisblað ráðuneytisins. Í því koma fram viðbrögð ráðuneytisins við umsögnum sem borist hafa í málinu.
Gesturinn svaraði einnig spurningum nefndarmanna.

Minnisblaðið er dagsett 12. desember 2012. Því var dreift á fundinum.

5) 468. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 11:10
Nefndarmenn ræddu einstök efnisatriði frumvarpsins.
Formaður, HHj, gaf nefndarmönnum færi á að koma á framfæri beiðnum um upplýsingar og óskir um gestakomur.

6) 473. mál - vörugjöld og tollalög Kl. 11:10
Nefndarmenn ræddu einstök efnisatriði frumvarpsins.
Formaður, HHj, gaf nefndarmönnum færi á að koma á framfæri beiðnum um upplýsingar og óskir um gestakomur.

7) 456. mál - greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi Kl. 11:45
Umræðu frestað.

8) 103. mál - innheimtulög Kl. 11:45
Frekari umræðu um málið frestað (málið hafði verið rætt fyrr á fundinum).

9) 101. mál - skattar og gjöld Kl. 11:45
Umræðu frestað.

10) 216. mál - útgáfa og meðferð rafeyris Kl. 11:45
Frekari umræðu um málið frestað (málið hafði verið rætt fyrr á fundinum)

11) 102. mál - hlutafélög Kl. 11:45
Umræðu frestað.

12) Önnur mál. Kl. 11:45
Um kl. 11:10 las ritar tölvupóst atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem barst formanni nefndarinnar fyrr á fundinum og varðar málshöfðun ESA fyrir EFTA dómstólnum á hendur íslenska ríkinu vegna dráttar á innleiðingu tilskipunar 2008/48/EB. Tilskipunin tengist máli nr. 220 (neytendalán) sem er til umfjöllunar í nefndinni.


Í lok fundar komu fram eftirfarandi óskir og athugasemdir:

LMós ítrekaði ósk sína um að fá fulltrúa Fjármálaeftirlitsins á fund til að ræða hæfi eigenda fjármálafyrirtækja.

PHB óskaði eftir tilgreindum upplýsingum er varða umfjöllun nefndarinnar um uppgjör fallinna fjármálafyrirtækja og áhrif þess á afnám hafta.

JBjarn vakti athygli á því að nefndin hefði verið beðin um umsögn í máli nr. 151 (sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum). Nefndarmenn ræddu málið með hliðsjón af forsendum fjárlagafrumvarpsins sem er á leið í 3. umræðu.

GÞÞ vakti athygli á því að fjárlaganefnd hefði óskað eftir umsögn efnahags- og viðskiptanefnd varðandi tekjuhlið fjárlaga. Nefndarmenn ræddu afstöðu formanns til beiðninnar.


Fundi slitið kl. 11:45