31. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 17. desember 2012 kl. 08:30


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 08:30
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 08:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 08:30
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 08:30
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 08:30
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:30
Skúli Helgason (SkH), kl. 08:30

LRM og JBjarn voru fjarverandi.
MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 288. mál - opinber innkaup Kl. 08:30
Á fundinn komu:
- Frá kl. 8:30 til 9:00 - Þorbjörn Guðmundsson frá Alþýðusambandi Íslands, Árni Jóhannsson og Sigurður B. Halldórsson frá Samtökum iðnaðarins, Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins, Almar Guðmundsson frá Félagi atvinnurekenda og Lárus M. K. Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu.
- Frá kl. 9:00 til 9:30 - María Heimisdóttir, Jakob Valgeirsson og Kristín Jónsdóttir frá Landspítalanum (LSH), Halldór Ó Sigurðsson frá Ríkiskaupum, Eyþóra K. Geirsdóttir frá Reykjavíkurborg, og Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Óskar Valdimarsson frá Framkvæmdasýslu ríkisins og Stefán Erlendsson frá Vegagerðinni.

Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Dreift var á fundinum umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og umsögn Reykjavíkurborgar.



2) 220. mál - neytendalán Kl. 10:00
Umræðu frestað.

3) Önnur mál. Kl. 10:00
Formaður, HHj, lét dreifa drögum að áliti í máli nr. 456 (kostnaður við fjármálaeftirlit).

GÞÞ ítrekaði beiðni sína um upplýsingar frá FME um greiðslur til fulltrúa slitastjórna og viðskipti þeirra við eigin félög. Beiðnin var upphaflega sett fram á 7. fundi nefndarinnar sem haldinn var 17. október sl. að viðstöddum fulltrúum Fjármálaeftirlitsins. GÞÞ ítrekaði síðan beiðnina undir liðnum „önnur mál“ á 19. fundi nefndarinnar 19. nóvember sl. og aftur á 23. fundi nefndarinnar 27. nóvember sl. Formaður, HHj, tók fram að það myndi greiða fyrir afgreiðslu máls nr. 456 ef FME kæmi til móts við umrædda beiðni GÞÞ.

GÞÞ óskaði einnig eftir upplýsingum um „gjafir og risnur starfsfólks Fjármálaeftirlitsins“ en umfjöllun um það er að finna í áliti minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar við sambærilegt þingmál á síðasta þingi (140. þingi) undir kaflaheitinu „Einstakir kostnaðarliðir“.

Fundi slitið kl. 10:15