32. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu Skála, þriðjudaginn 18. desember 2012 kl. 19:10


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 19:10
Björn Valur Gíslason (BVG) fyrir JBjarn, kl. 19:10
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 19:10
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 19:10
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 19:10
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 19:10
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir MSch, kl. 19:10
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 19:10
Skúli Helgason (SkH), kl. 19:10

MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 456. mál - greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi Kl. 19:10
Formaður, HHj, lét dreifa drögum að nefndaráliti og lagði til að málið yrði tekið til afgreiðslu.
Enginn var á móti afgreiðslu málsins.
Með á áliti meiri hluta (HHj, LRM, OH, BVG, SkH, LMós).
PHB boðaði sérálit fulltrúa sjálfstæðisflokksins í nefndinni.

2) Önnur mál. Kl. 19:20
Á fundinn kom Ögmundur Hrafn Magnússon frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og kynnti ásamt formanni HHj fyrirhugaðar breytingar á máli nr. 473 (vörugjöld og tollar) og 19. gr. frumvarpsins í máli nr. 468 (ráðstafanir í ríkisfjármálum).

GÞÞ ítrekaði upplýsingabeiðni sína frá síðasta fundi.

Fundi slitið kl. 19:35