34. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 20. desember 2012 kl. 09:05


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:05
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:05
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:05
Jón Bjarnason (JBjarn), kl. 09:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:05
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:05
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:05
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:05
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:05

MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 468. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 09:05
Formaður, HHj, lét dreifa drögum að nefndaráliti og breytingartillögum og lagði til síðar á fundinum að málið yrði tekið til afgreiðslu.
PHB og GÞÞ voru á móti afgreiðslu málsins.
Með á áliti meiri hluta (HHj, LRM, MSch, SkH, JBjarn með fyrirvara).

2) 456. mál - greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi Kl. 09:55
Á fundinn komu Unnur Gunnarsdóttir og Anna Mjöll Karlsdóttir frá Fjármálaeftirlitinu.
GÞÞ óskaði eftir fundinum. Fundarbeiðnin stóð í tengslum við beiðni GÞÞ um upplýsingar frá FME um greiðslur til fulltrúa slitastjórna og viðskipti þeirra við eigin félög.
Gestirnir svöruðu spurningum GÞÞ og annarra nefndarmanna.

3) Önnur mál. Kl. 10:25
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:25