40. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. janúar 2013 kl. 09:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:00
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 10:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:00
Jón Bjarnason (JBjarn), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:00
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00

SkH boðaði forföll vegna persónulegra ástæðna.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Uppgjör fallinna þrotabúa og áhrif þess á afnám hafta. Kl. 09:00
Á fundinn kom Arnór Sighvatsson frá Seðlabanka Íslands til að svara spurningum nefndarmanna varðandi ofangreint efni.
Fundarbeiðendur: GÞÞ og PHB, sbr. tölvupóst GÞÞ til nefndarinnar frá 4. janúar 2013.

Eftir að gesturinn hafði yfirgefið fundinn ræddu nefndarmenn framhald umfjöllunar.

2) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 10:45
Einstakir nefndarmenn gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum í málinu.

3) Fundargerðir. Kl. 11:24
Formaður, HHj, gaf nefndarmönnum frest fram á næsta föstudag til að gera athugasemdir við fundargerðir 8. til 39. fundar. Komi engar athugasemdir fram skoðast þær samþykktar.

4) 220. mál - neytendalán Kl. 11:25
Nefndarmenn héldu áfram þar sem frá var horfið á síðasta fundi nefndarinnar að ræða fram komnar umsagnir og viðbrögð ráðuneytisins við þeim.

5) Önnur mál. Kl. 11:45
GÞÞ:
- óskaði eftir umfjöllun í nefndinni um athugasemdir Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) er snúa að íslenskum reglum um sameiningu og skiptingu félaga á milli landa.
- ítrekaði ósk sem hann setti síðast fram á 26. fundi nefndarinnar um að fyrirspurn varðandi málefni Byr og Spkef yrði svarað af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

LMós:
- ítrekaði ósk sem hún setti síðast fram á 39. fundi nefndarinnar um að fulltrúar FME kæmu til fundar við nefndina til að ræða hæfi eigenda fjármálafyrirtækja.
- vísaði til tillögu til þingsályktunar um aðskilnað peningamyndunar og útlánastarfsemi bankakerfisins, sbr. mál nr. 239, og tók fram að sex erlendir aðilar sem skilað hefðu umsögn við málið væru reiðubúnir að koma á fund efnahags- og viðskiptanefndar. Óskaði hún eftir upplýsingum frá formanni, HHj, um hvort og hvenær hann væri reiðubúinn að setja málið á dagskrá svo hægt væri að láta umsagnaraðilana vita af fundarboðinu með góðum fyrirvara.
- Óskaði eftir kynningu Credit Info á greiningu á hlut kvenna í stjórnum íslensks atvinnulífs. LMós óskaði eftir að á þann fund kæmu einnig fulltrúar FKA og SA. Fram kom ósk um að áður en kynningin færi fram væri ástæða til að óska upplýsinga um hvernig stöðu þessara mála væri háttað hjá þeim félögum sem falla undir 1. mgr. 63. gr. laga um hlutafélög og 1. mgr. 39. gr. laga um einkahlutafélög, sbr. breytingar sem gerðar voru með lögum nr. 13/2010.

PHB:
- vakti athygli á réttarstöðu innlendra starfsmanna erlendra sendiráða hér á landi í ljósi undanþágu sendiráða frá greiðslu tryggingagjalds.

Fundi slitið kl. 11:55