53. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 20. febrúar 2013 kl. 09:30


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:30
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 10:30
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 10:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:30
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:30
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:30
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:30
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:30

MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 542. mál - virðisaukaskattur Kl. 09:30
Þessum dagskrárlið var frestað.

2) 504. mál - verðbréfaviðskipti Kl. 09:30
Þessum dagskrárlið var frestað.

3) 501. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 09:30
Fundarmenn gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum í málinu.
Dreift var samantekt ritara á umsögnum í málinu.

4) Svört atvinnustarfsemi. Kl. 10:30
Á fundinum var dreift drögum að frumvarpi til laga um breytingar á virðisaukaskatti sem kynnt voru undir 3. dagskrárlið 49. fundar nefndarinnar og síðan rædd á 2. dagskrárlið 52. fundar.
Nefndarmenn gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum í málinu.

5) Önnur mál. Kl. 10:55
Nefndarmenn ræddu málsmeðferð þingmannamála í nefndinni og flýtimeðferð dómsmála sem standa í tengslum við verðtryggingu.

EyH óskaði eftir umræðu um skýrslu Samkeppniseftirlitsins um skýrslu nr. 1/2013 Fjármálaþjónusta á krossgötum.


Fundi slitið kl. 11:10