58. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 28. febrúar 2013 kl. 13:05


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 13:05
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 13:30
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 13:05
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 13:05
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 13:05
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 13:05
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 13:05
Skúli Helgason (SkH), kl. 13:05

MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.
LRM var fjarverandi.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 220. mál - neytendalán Kl. 13:05
Á fundinn komu Guðmundur Kári Kárason frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti ásamt Guðbjörgu Evu Baldursdóttur formanni nefndar um neytendavernd á fjármálamarkaði, Tryggvi Axelsson frá Neytendastofu og Ragnar Árni Sigurðarson og Harpa Jónsdóttir frá Seðlabanka Íslands.

Kl. 13:30 gengu inn á fundinn Jóna Björk Guðnadóttir, Yngvi Örn Kristinsson, Haukur Agnarsson og Birkir Ívar Guðmundsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

Fulltrúar Seðlabanka Íslands yfirgáfu fundinn um kl. 14:30.

Gestirnir lýstu sjónarmiðum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna varðandi tilgreinda þætti frumvarpsins.

Dreift var á fundinum svari ESA við fyrirspurn prófessor Elviru Menedz Pinedo frá 25. febrúar 2013 varðandi lögmæti verðtryggðra neytendalána.

Einnig var dreift viðbótarathugasemdum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við mál nr. 220 (neytendalán) frá 26. febrúar 2013.

EyH óskaði að lokinni umræðu eftir minnisblaði þar sem fram komi afstaða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Neytendastofu og Seðlabanka Íslands til þess hvað verðtrygging er, þ.e. kostnaður eða vextir.

2) Önnur mál. Kl. 15:00
SkH gerði í upphafi fundar athugasemd við að fundurinn hefði verið boðaður kl. 13:00 þar sem allsherjar- og menntamálanefnd átti samkvæmt fundartöflu nefndardaga þann fundartíma.

Fundi slitið kl. 15:00